Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 146
146
myndanna takast jafnframt á við samkynhneigð karla og í þeim má sjá
samfélag samkynhneigðra, t.d. í Chariots of Fire, Maurice, Carrington (1995,
Christopher Hampton) og Brideshead Revisited svo að fáeinar séu nefnd-
ar.11
Margir gagnrýnendur telja það vandamál hvernig arfleifðarmyndir
upphefja fortíðina og sýna hana í heillandi ljósi. Þær geri fortíðina aðlað-
andi og loki á annan sögulegan lestur. Í arfleifðarmyndum sé þannig verið
að fagna fortíðinni en ekki rannsaka hana. Þær hafa verið tengdar áhuga á
gamaldags tísku, innanhússmunum og ferðalögum og þessu hafa fylgt lít-
ilsvirðandi athugasemdir á borð við: „Skóli Lauru Ashley í kvikmynda-
gerð“; „Merchant-Ivory gerir upp gömul húsgögn“; „Hin hátignarlega
aðlaganahefð“ og „Hvíti flannelskólinn“.12 Ýmsir af þeim gagnrýnendum
sem taka sig alvarlega líta ekki á arfleifðarmyndir sem list. Hér er á ferð-
inni kvikmyndagrein „fyrir fólk sem hatar kvikmyndir“13 og myndirnar
11 Sama rit, bls. 22–23.
12 Sjá Ginette Vincendeau, „Introduction“, Film/Literature/Heritage: A Sight and
Sound Reader, ritstj. Ginette Vincendeau, London: BFI Publishing, 2001, bls. xi–
xxxi, hér bls. xix. Í breskri ensku er flannel einnig notað um blaður eða bull.
13 Andrew Higson vitnar hér í grein Andy Medhurst, „Inside the British Wardrobe“,
Sight and Sound mars 1995. Sjá English Heritage, English Cinema, bls. 71.
Í mörgum arfleifðarmyndum er tekist á við samkynhneigð karla. Jeremy Irons og
Anthony Andrews í Brideshead Revisited.
alDa BjöRK ValDimaRsDóttiR