Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 147
147
eru sagðar vera fyrir konur sem eru helteknar af skrauti og sýningargripum
og að þær hafi enga raunverulega sögulega skírskotun.14 Í myndunum
megi finna afneitun persónanna á öllu öðru en því sem tilheyrir sjálfum-
glöðum heimi þeirra.15 Aðrir fagna þó öllu skrautinu, búningunum og
mununum sem birtast í myndunum. Þannig bendir Richard Dyer á að eitt
af því sem skilgreini þessar myndir sé ánægjan við að horfa á karlmenn í
fallegum fötum.16
Claire Monk bendir á að ein af skýringunum á viðtökunum á arfleifð-
armyndum felist í almennum viðhorfum gagnrýnenda til gæða í kvik-
myndum. Gagnrýnendur frá fimmta áratugnum héldu því fram að „gæði“,
„raunsæi“ og það „að halda aftur af sér“ (e. restraint) einkenndi góðar
breskar kvikmyndir en nýlegri gagnrýni haldi á lofti fantasíum, súrreal-
isma, erótík og því að farið sé yfir strikið. Þessi nýja rétttrúnaðarstefna
hefur að mati Monk orðið til þess að raunsæislegar og hófstilltar myndir
hafa fallið í gildi. Hún segir að orðræðan í kringum arfleifðarmyndir ein-
kennist af tvöfeldni og sé mótsagnakennd. Andúðin á arfleifðarmyndum
felist annars vegar í því að gert sé grín að hinni svokölluðu bælingu og
kynleysi. Hins vegar séu þær dæmdar fyrir óhóf því að þær séu hugmynda-
fræðilega tælandi og skaðlegar.17 Það er næsta ljóst að arfleifðarmyndir eru
ekki í tísku hjá kvikmyndafræðingum nútímans.
Margir fræðimenn sem skrifað hafa um arfleifðarmyndir líta svo á að í
þeim birtist hægrisinnuð íhaldssemi sem rekja megi til þeirrar stjórnmála-
stefnu sem var ráðandi á upphafsárum greinarinnar. Gagnrýnin birtist
fyrst í dagblöðum í kringum 1987 en færðist síðan yfir í akademíska um-
ræðu, en hún birtist svo víða að villandi væri að benda á ákveðinn hóp
gagnrýnenda.18 Gagnrýnin var í fyrstu ekki miðlæg en kom aðallega frá
menntaðri og menningarlega sinnaðri elítu. Hún var heldur ekki aðallega
vinstrisinnuð en var þó undir áhrifum af gagnrýni á ríkisstjórn Margaretar
Thatcher og á The National Heritage Act frá 1980–1983. Þá var fært í lög
14 Andrew Higson vitnar hér í Pam Cook, Fashioning the Nation: Costume and Identity
in British Cinema, London: British Film Institute, 1996. Sjá English Heritage,
English Cinema, bls. 65.
15 Cairns Craig, „Rooms Without a View“, bls. 4.
16 Richard Dyer, „Nice Young Men Who Sell Antiques – Gay Men in Heritage
Cinema“, Film/Literature/Heritage: A Sight and Sound Reader, ritstj. Ginette Vin-
cendeau, bls. 43–48, hér bls. 46.
17 Claire Monk gerir grein fyrir þessari umræðu í „The British heritage-film debate
revisited“, bls. 184–5.
18 Sama rit, bls. 178.
TIL PEMBERLEY VAR FöRINNI HEITIð