Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 148
148
að styðja við arfleifðariðnaðinn, en það fólst í því að varðveita landslag og
eignir í Bretlandi sem höfðu gildi sem verslunarvara og gáfu af sér tekjur.
Þannig var tryggt að eignir efri stéttar yrðu varðveittar og að almenningur
hefði aðgang að þeim og myndi líta svo á að þær hefðu gildi fyrir þjóðina.
Monk segir gagnrýni á arfleifðarmyndir hafa sprottið af gagnrýni á lög-
gjöfina.19 Þannig hefur umræðan um arfleifðarmyndir frá upphafi verið
mótuð á neikvæðum forsendum.20 Cairn Craig segir til að mynda að vin-
sældir myndanna fari saman við sjálfsmyndarkrísu Englendinga á Thatcher-
tímabilinu.21
Claire Monk segir að greina þurfi umfjöllunina um arfleifðarmyndir
sem ákveðna sögulega orðræðu, sem eigi sér rætur í og svari ákveðnum
menningarlegum aðstæðum og atvikum (bls. 177). Þannig bendir Monk á
að breytt pólitískt landslag kalli á nýja tegund af kvikmyndum og vill því
kalla arfleifðarmyndir frá og með Orlando (1992, Sally Potter) póst-arf-
leifðarmyndir. Þetta séu myndir sem séu alþjóðlegri, meðvitaðri um sjálfar
sig og geri óhefðbundið kynferði að umfjöllunarefni, auk þess sem þær
birti meira ofbeldi. Þannig er hugmyndafræðin í The Wings of the Dove
(1997, Iain Softley) og Elizabeth (1998, Shekhar Kapur) talin framsækin og
jafnvel frjálslynd.
Monk sér ýmis vandamál við skilgreininguna á arfleifðarmyndum og
jafnvel við heitið sjálft. Það hafi stuðlað að neikvæðu viðhorfi til myndanna
og sé í raun merkingarlaust þar sem ólíkum búningamyndum sem gerast í
fortíðinni sé skellt undir sama hatt og sameinaðar undir þessari takmörkuðu
skilgreiningu. Monk segir að þessar ólíku myndir hafi verið skilgreindar á
eftirfarandi hátt: 1) Þær gefi mynd af borgaralegu samfélagi eða efri stétt og
komi sýn hennar á framfæri. Myndirnar gerist í fortíðinni og birti ensk ein-
kenni á þröngan hátt í sviðsetningu sem sé tengd sveitasælu (e. pastoral). 2)
Þær sýni eignum, menningu og gildismati ákveðinnar stéttar mikinn áhuga
og þessi áhugi hafi því hlutverki að gegna að gera arfleifð efri stéttar að
19 Sama rit, bls. 188.
20 Andrew Higson bendir á að vinstrisinnaðir gagnrýnendur hafi hafnað myndunum
með þeim formerkjum að þær bjóði upp á flótta frá póstmódernísku fjölmenningar-
samfélagi. Þannig segir Derek Jarman að í myndunum megi finna fortíðarþrá; þær
séu helteknar af fortíðinni og gefi til kynna stöðugleika á tímum óstöðugleika.
James Wood segir að arfleifðarmyndir geri það að verkum að við snúum baki við
samtímalegum málefnum; ensk einkenni fara að snúast um upphafið hjarðlíf og
dreginn er fram virðulegur og göfugur heimur þar sem smekkur og skipulag ríkir.
Sjá English Heritage, English Cinema, bls. 70.
21 Cairns Craig, „Rooms Without a View“, bls. 3.
alDa BjöRK ValDimaRsDóttiR