Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 157
157
Í arfleifðarmyndum er leitast við að fanga sögulegan tíma en það er
gert með sviðsetningu og búningum, svo sem ýmsum munum og hús-
gögnum sem tilheyra tímabilinu. Myndavélin sýnir tíðarandasviðsetn-
inguna á listrænan máta; við erum ekki að fylgja persónunum eftir, heldur
er verið að tæla áhorfandann. Skotin af ýmsum hlutum, munaði, bygging-
um eða öðru í umhverfinu tilheyra ekki persónunum heldur eru þarna til
þess að áhorfendur geti notið þeirra. Þannig er sögulegri frásögn breytt í
sýningu og arfleifðin verður ofgnótt. Þessi skot tengjast þannig ekki frá-
sagnarframvindu heldur er skapað sérstakt svæði sem tilheyrir arfleifð-
inni.32
Higson gerir ráð fyrir bili milli persónu og áhorfenda; að áhorfendur
upplifi tíðarandann á annan hátt en persónurnar líkt og kom fram hér að
ofan. En í mörgum nútímalegum uppfærslum mætti færa rök fyrir því að
áhorfendur upplifi arfleifðarmenninguna með hjálp persónanna; að bilið
milli persónunnar og áhorfenda verði óljóst. Um leið og Pemberley tælir
Elísabetu tælir það áhorfandann.
Þegar Elísabetar ráfar um herbergin á Pemberley dáist hún að þeim á
svipaðan máta og áhorfendur sem dást að tíðarandaskrauti. Elísabet geng-
ur alltaf fyrst í átt að glugga til að dást að útsýninu úr hverju herbergi og
horfir á það líkt og hún sé að horfa á málverk: „Í herbergjunum var hátt til
lofts og vítt til veggja og húsgögnin voru í samræmi við efnahag eigandans,
en Elísabet tók eftir því að þau voru hvorki skrautleg né óþarflega fín og
hún dáðist að smekk hans; glysið var minna en sannur glæsileiki meiri en á
Rósings. ‚og ég hefði getað orðið húsfreyja á þessu heimili!‘, hugsaði hún“
(bls. 190).
Herbergin á Pemberley gefa til kynna að þarna búi smekkvís maður og
leitin að sönnu eðli Darcys er hafin. orð ráðskonunnar skipta hér miklu en
þau gefa til kynna að í honum búi ekki aðeins fegurðarskyn og tilfinning
fyrir glæsileika heldur sé hann einnig sannur hefðarmaður hið innra. Frú
Reynolds (Bridget Turner) segist aldrei hafa heyrt „styggðaryrði af hans
vörum“, hann hafi verið „ljúflyndari og örlátari drengur en nokkur annar á
byggðu bóli“ og sé „almennilegur við fátækt fólk“ (bls. 192).33
Garson) til Pemberley sleppt og áhorfandi fær því ekki að sjá ættarsetur Darcys
(Laurence olivier). Ekki er að finna arfleifðareinkenni í myndinni, hvorki í formi
túrisma, sviðsmyndar eða búninga, en persónurnar klæðast íburðarmiklum
Hollywood-búningum sem eiga sér enga sögulega skírskotun.
32 Andrew Higson, English Heritage, English Cinema, bls. 38–9.
33 Í kvikmyndinni Pride and Prejudice (2005) eru rómantískar tilfinningar settar í sam-
TIL PEMBERLEY VAR FöRINNI HEITIð