Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Síða 159
159
snýst ekki að mati Higsons um varðveislu heldur frekar um endursköpun
þar sem hann þurfi að höfða til nýrra kynslóða og tala til nútímans. En ef
þessi heimur er ekki í tengslum við „raunverulega“ sögulega fortíð þá á
hann að minnsta kosti í áköfu sambandi við nútímann.35 Þannig mætti líta
svo á að arfleifðarmenning segi okkur meira um nútímann en fortíðina.
Uppfærslu líkt og í BBC-þáttaröðinni er ætlað að höfða til nútíma-
áhorfenda sem krefjast þess af myndinni að hún sýni fortíðina og bresk
einkenni í ákveðnu ljósi. En það eru ekki aðeins leikstjórinn, handritshöf-
undurinn, búningahönnuðurinn og leikararnir sem taka þátt í framleiðslu
arfleifðarinnar. Persónur myndarinnar deila þessari vitund með áhorfend-
um. Elísabet horfir til dæmis á Pemberley með glampa í augunum sem
tengja má þrá eftir breskri arfleifð. Landslagið sem áhorfendur njóta með
augum Elísabetar verður hluti af konunni og kynferði hennar. BBC-
þáttaröðin leggur áherslu á erótík eignarhalds; kynþokki Darcys og vald
rennur saman við hugmyndir um hinn fullkomna enska hefðarmann.
Ættarsetrið verður órjúfanlegur hluti af líkama hetjunnar.
IV. Ég hef verið hér áður: Brideshead Revisited
Sjónvarpsþáttaröðin Brideshead Revisited36 hefst á orðum Charles Ryder
(Jeremy Irons): „Hérna, á mínu fertugasta aldursári, varð ég fyrst gam-
all“.37 Áhorfendur sjá hann liggja andvaka í dimmu herbergi undir morg-
un: „Sem ég lá þarna í myrkrinu fann ég mér til skelfingar að eitthvað
langveikt innra með mér hafði dáið hægt og rólega“.38 Við sjáum dapurt,
hugsandi andlit Charles þar sem hann starir tómlega út í loftið. Síðan
fylgjumst við með hermönnum þvo sér í steingráum sturtuklefum. Charles
þvær sér svipbrigðalaust og hreyfingar hans eru eins og á vélmenni.
Utandyra þekja dökkir litir áfram myndrammann. Búningar hermannanna
eru dökkgrænir sem og hermannabílarnir og búðirnar sem þeir reisa.
Þegar Charles áttar sig á því hvar hann er staddur hefst tónlist þáttaraðar-
35 Andrew Higson, English Heritage, English Cinema, bls. 63.
36 Brideshead Revisited (Aftur til Brideshead), höf.: Evelyn Wough, handrit: John
Mortimer, leikstj.: Charles Sturridge og Michael Lindsay-Hogg, framl.: Derek
Granger, Granada Television, 1981.
37 „Here at the age of thirty-nine I began to be old“. Evelyn Waugh, Brideshead
Revisited [1945], London: Penguin Books, 1962, bls. 11. Þýðing er mín. Textinn úr
skáldsögunni sem er þýddur er sá sami og í kvikmyndinni.
38 „As I lay in that dark hour, I was aghast to realize that something within me, long
sickening, had quietly died.“ (bls. 11)
TIL PEMBERLEY VAR FöRINNI HEITIð