Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 162
162
kínversku stássstofunni sem er skreytt gylltum Búdda-musterum, kín-
verskum mandaríum sem kinka kolli og handmáluðu veggfóðri. Hann
gengur framhjá Chippendale-húsgögnum,43 að setustofu í forn-rómversk-
um stíl meðfram gangi sem er skreyttur myndvefnaði og er nákvæmlega
eins og hann hafði verið fyrir tvöhundruð og fimmtíu árum (bls. 78). Hann
lýsir veröndinni með sömu nákvæmni; gosbrunnurinn líkist þeim sem
finna má á torgum Suður-Ítalíu.
Þessi heimur tilheyrir fortíðinni og Charles hugsar til hans með eftirsjá
og hryggð. Sarah Cardwell bendir á í bók sinni Adaptation Revisited að lýs-
ingar Waughs á byggingunni, húsgögnum og skrautmunum verði að við-
fangi gláps í þáttaröðinni og þjóni þeim tilgangi að skapa verðmæta og
hugsanlega of mikilvæga tengingu milli fortíðar og framtíðar.44 Vinsældir
Brideshead felist í því að sagan fullnægi þrá eftir ímynduðum tengslum við
fortíðina. Fortíðarþrá Charles í þáttunum beinist fyrst og fremst að félaga
hans Sebastian, að oxford og síðast en ekki síst að Brideshead æsku sinnar,
en einnig að systur Sebastians og konunni sem hann elskar, Juliu (Diana
Quick).45 Eitt af viðfangsefnunum í sögu Waughs er deyjandi heimur
hástéttarinnar. Þættirnir birta þrá persónunnar og áhorfenda eftir lífsstíl
efri stéttar en sýna um leið glataða sjálfsmynd eða upplausn persónuleika,
sem eitt sinn áður blómstraði á tíma vináttu og ástar.
Þegar sagan hefst hefur Charles gefist upp á lífi sínu sem málari sem
sérhæfir sig í því að teikna byggingar. Þannig má sjá hvernig þrá eftir ljóma
æskunnar, lífsvenjur aðalsins og listræn upplifun á umhverfinu renna
saman í eitt í sögunni. Charles hefur oft komið til Brideshead en hann vill
minnast setursins eins og það var þegar hann sá það fyrst:
„Ég hef verið hér áður“, sagði ég. Ég hafði verið hérna áður;
fyrst fyrir meira en tuttugu árum með Sebastian, í júní þegar
klass ísku stefnunnar, eða Palladian-stefnunnar.
43 Thomas Chippendale (1718–1779) var enskur húsgagnahönnuður og frægur fyrir
innanhússmuni.
44 Sarah Cardwell, Adaptation Revisited: Television and the Classic Novel, Man chester/
New York: Manchester University Press, 2002, bls. 113.
45 Í kvikmyndinni Brideshead Revisited (Julian Jarrold, 2008) er atburðarásinni þjapp-
að saman og ýmsum atburðum úr skáldsögunni breytt; til dæmis er lögð meiri
áhersla á ástarsamband Juliu (Hayley Atwell) og Charles (Matthew Goode) sem
hefst mun fyrr í myndinni á kostnað erótísks sambands Charles og Sebastians (Ben
Whishaw). Söguþráðurinn í kvikmyndinni er þannig einfaldaður og ekki jafn
„bókmenntalegur“ þar sem ekki er notuð sögurödd (e. voice-over) nema í fyrstu og
síðustu senunum þegar Charles er orðinn hermaður.
alDa BjöRK ValDimaRsDóttiR