Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 164
164
alDa BjöRK ValDimaRsDóttiR
innflytjenda, atvinnuleysi og efnahagslegri lægð. Eftir að Bretland hefur
tapað mikilvægi sínu í alþjóðlegu samhengi verður sveitasetrið eitt stærsta
framlag landsins til evrópskar siðmenningar.49
Í landi þar sem bresk sjálfsmynd hefur vikið fyrir fjölþjóðlegri marg-
ræðni, skapar fólk sér ekki sérstöðu út frá því sem það telur sig vera, heldur
út frá því sem það er ekki. Í slíku umhverfi birtist hver arfleifðarmyndin á
fætur annarri þar sem haldið er aftur í fortíðina til þess að varpa ljósi á það
sem felst í því að vera enskur. Raphael Samuel heldur því fram að í nútím-
anum sé algengt að hugtök eins og virðuleiki, mikilleiki og friður séu
notuð til þess að lýsa hinni sögulegu fortíð. Þó telur hann að Bretar í dag
finni ekki til þjóðarástar og það hamli fremur að vera enskur en annað,
hvort sem hugsað sé til nútímans eða þjóðlegrar fortíðar. Það sé heldur
ekki mikils virði að vera enskur úti í hinum stóra heimi og að hugmyndin
um Breta sem kynþátt sem njóti sérstakrar blessunar hafi ekki lifað það af
að þjóðin tapaði stöðu sinni sem heimsveldi, þrátt fyrir að breskir vinstri
menn krefjist þess að Bretar séu siðferðilegir leiðtogar og þeir til hægri að
þeir sýni þjóðlegan styrkleika sinn.50 Nýtilkomin fjölhyggja hefur að sama
skapi grafið undan stofnanalegri hollustu í sinni víðustu mynd. Tilfinningin
fyrir því að tilheyra heild eða upplifa heita föðurlandsást hefur beðið
hnekki. Að sama skapi eru hugmyndir um það sem felst í því að vera þjóð,
eiga sér sameiginleg trúarbrögð, sýna ákveðinni stétt hollustu eða bera
virðingu fyrir opinberri þjónustu orðnar svo margbreytilegar að merking
þeirra hefur misst marks. Sjálfsmyndir í dag eru ekki byggðar á því sem
fólk á sameiginlegt heldur því hvernig einstaklingarnir skera sig hver frá
öðrum.51 Skólar leggja ekki lengur áherslu á ættjarðarást og í sögukennslu
er vart minnist á „merk ensk stórmenni“.
Kannski er hér komin ein af ástæðunum fyrir vinsældum arfleifðar-
mynda því að talið er að arfleifðarmenning í kvikmyndum varpi ljósi á
menningarþróun í póstmódernísku Bretlandi. Tíðarandinn á níunda ára-
tugnum og jafnvel á þeim tíunda hafi einkennst af því að leitað var til fyrri
tímabila í sköpun sjálfsmyndar. Söguna Brideshead Revisited mætti túlka
sem ákveðið ákall eftir sterkri þjóðlegri sjálfsmynd; að einstaklingar geti
skilgreint hið breska út frá stöðu, efnahag og trú. Í afturhvarfinu til kaþ-
49 Sama rit, bls. 555.
50 Raphael Samuel, „Introduction: Exciting to be English“, Patriotism: The Making
and Unmaking of British National Identity, ritstj. Raphael Samuel, 1. bindi, London/
New York: Routledge, 1989, bls. xix.
51 Sama rit, bls. xx-xxi.