Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Síða 166
166
alDa BjöRK ValDimaRsDóttiR
þrátt fyrir að vera ekki trúrækinn finnur hann fyrir návist guðdómsins
æskudagana með Sebastian á ættarsetrinu. Þannig veltir hann því fyrir sér
hvar hann sé staddur; „hvort þeir sem lentu í forgarði vítis hafi fengið ein-
hverja yfirbót; hvort þessi sælustaður eigi eitthvað skylt við það að vera
augliti til auglitis við guð í himneskri sælu, að minnsta kosti taldi hann sig
vera nálægt himnaríki letidagana á Brideshead.“55
Þegar Charles málar gosbrunninn upplifir hann svipaða tilfinningu þar
sem barokkskreytt umhverfið vekur með honum trúarlega upplifun:
Hérna undir háu og hrokafullu hvolfþaki, undir múrskreyttu
lofti; á sama tíma og ég gekk meðfram minnisvörðum og brotn-
um gaflhlaðsþríhyrningum eða sat klukkutímum saman í skjóli
súlnanna við gosbrunninn, þar sem ég rannsakaði skugga hans
og hlustaði eftir bergmálinu sem staldraði við […], fannst mér
sem nýtt taugakerfi vaknaði innra með mér, og að vatnið sem
sprautaðist og gusaðist milli steinanna væri laug sem kveikti
líf.56
Hin trúarlega upplifun er þannig limuð inn í byggingarlist ættarsetursins
og gosbrunnurinn minnir á skírnarfont þar sem vígt vatnið endurlífgar og
endurfæðir. Meira að segja efasemdarmaðurinn Charles finnur fyrir hinni
trúarlegu uppsprettu.
Annar efasemdarmaður, höfuð ættarinnar Marchmain lávarður (Laur-
ence olivier) tekur trú og iðrast á andlátsstundinni. Þar sem ættarsetrið er
tákn fyrir þjóðlegan anda þá ætti lávarðurinn að vernda enska arfleifð.
John J. Su bendir á að lávarðurinn sinni ekki skyldum sínum og hafi ekki
áhuga á lífi í enskri sveit eða yfirleitt því að búa í Englandi. Þannig hafi
hann brugðist hlutverki sínu. Með iðrun sinni í lokin sýni hann þörf fyrir
að snúa aftur til þess trúarlega lífs og þeirra þjóðlegu gilda sem hann hefur
55 „Perhaps in the mansions of Limbo the heroes enjoy some such compensation for
their loss of the Beatific Vision; perhaps the Beatific Vision itself has some remote
kinship with this lovely experience; I, at any rate, believed myself very near heav-
en, during those languid days at Brideshead.“ (bls. 77)
56 „Here under that high and insolent dome, under those coffered ceilings; here, as I
passed through those arches and broken pediments to the pillared shade beyond
and sat, hour by hour, before the fountain, probing its shadows, tracing its linger-
ing echoes […], I felt a whole new system of nerves alive within me, as though the
water that spurted and bubbled among its stones, was indeed a life-giving spring.“
(bls. 79–80)