Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 170
170
GuNNþóRuNN GuðmuNDsDóttiR
föllum — foreldrar gnæfa yfir börn o.s.frv., en einnig má glögglega sjá
persnesk áhrif í teikningunum.1
Verkið fellur í þann flokk rita sem mætti kalla sjálfsævisögulegar
myndasögur og hafa verið nefndar á ensku „autographics“ og koma þar
nokkur dæmi frá Bandaríkjunum í hugann á borð við Maus eftir Art
Spiegelman, American Splendor eftir Harvey Pekar (sem báðar rekja upp-
runa sinn til áttunda áratugarins) og Fun Home eftir Alison Bechdel (2006).
Nokkuð hefur verið rætt um hvernig sjálfsævisagan birtist í myndasög-
unni, eins og komið verður að betur á eftir, en þótt þessi verk sýni að hún
sé vissulega vettvangur fyrir sjálfsævisöguleg skrif, eru flestir sammála um
að hún geri aðrar kröfur um sannleiksgildi en hefðbundin sjálfsævisaga
gerir. Satrapi hefur þetta að segja um veruleikann að baki Persepolis:
Þetta er ekki heimildarverk um líf mitt. Það er byggt á reynslu
minni, en það er ekki allt sannleikanum samkvæmt. Til dæmis
er sena í bókinni og kvikmyndinni þar sem öfgamenn drepa
nágranna okkar. Þetta gerðist, en ekki þegar ég var 12 ára. Það
gerðist þegar ég var 18 og ég var komin aftur frá Austurríki.
En vegna frásagnarinnar vildi ég að þegar ég kæmi aftur frá
Austurríki þá yrði stríðinu lokið — ég vildi ekki byrja stríðið
upp á nýtt. Í frásögn er mikilvægt að vita hvar á að staðsetja
atburðina. En þegar maður vinnur þannig þá verður meira að
segja persóna manns að skáldskap. Ég hef ekki svo mikinn áhuga
á raunveruleikanum sjálfum. Áhrifin á lesandann, tilfinningin,
er miklu mikilvægari.2
Satrapi er því ávallt mjög meðvituð um að hún er að búa til frásögn, búa til
myndasögu úr atburðum lífs síns, frekar en að hún haldi því fram að hún sé
að tjá líf sitt á einhvern beinan máta í myndasögunni.3 Frásögnin og áhrif-
in á lesandann eru mikilvægari en nákvæm upptalning staðreynda, enda
aðrar aðferðir betur til þess fallnar að koma slíku til skila.
Vinsældir verksins mætti skýra á margan máta, en það ber að nefna að
1 Fernana Eberstadt, „God looked like Marx“, ritdómur um Persepolis, New York
Times 11. maí 2003.
2 Viðtal við Marjan Satrapi í Read 14. mars 2008.
3 Ég hef annars staðar fjallað um tengsl sjálfsævisagna og skáldskapar, sjá t.d.
Borderlines: Autobiography and Fiction in Postmodern Life Writing, Amsterdam:
Rodopi, 2003.