Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Side 177
177
um diplómötum. Blandan birtist í söguefninu, umhverfinu, stíl og mynd-
máli — og er unnið mjög markvisst með þessa þætti í kvikmyndinni.
Myndin fjallar ekki síst um áhrif skelfilegra atburða á börn — sögurnar
af pyntingum og uppreisnum sem börnin heyra heima hjá sér skila sér
beint í leiki þeirra. Blæjan sem konurnar eru skikkaðar til að bera, birtist í
myndinni, eins og svo víða í umfjöllun um bókstafstrú, á þann hátt að eftir
byltinguna eru skólastúlkurnar allar nákvæmlega eins, allar með blæjur,
berjandi á brjóst sér fyrir þá sem fórnuðu sér fyrir byltinguna.16 og það er
hér sem uppreisn Marji byrjar.
Satrapi segir í viðtali sem má finna á dvd-disknum að hún hafi valið að
gera ekki leikna kvikmynd, því þá myndi hún fjalla um ákveðið fólk í
ákveðnu landi og verða etnísk bíómynd (þ.e.a.s. gettóíseruð, ekki hluti af
meginstraumnum, utangátta). Hún hafi viljað ná fram meira almennum
áherslum, abstrakt áhrifum, sem gætu höfðað til allra, þetta gæti verið
stelpa hvar sem er í heiminum. Þetta viðhorf er athyglisvert fyrir margra
hluta sakir: fyrir það fyrsta er nákvæmlega skilgreint hvar og hvenær
atburðirnir eiga sér stað með textainnskotum: t.d. „Teheran 1978“. Þá
vaknar einnig spurningin um hvort sjálfsævisaga geti verið abstrakt: er ekki
einmitt krafan sú að hún fjalli um ákveðna manneskju? Þá má líka segja
sem svo að Satrapi noti orðið etnískt í neikvæðri merkingu. Það sem er
vestrænt er almennt — ákjósanlegt, en austrænt er etnískt og ókunnugt.
Útlit þeirra, hennar og fjölskyldunnar, er líka annað en skeggjuðu karlanna
í byltingarlögreglunni, þar sem skeggið hylur öll persónuleg einkenni og
þeir verða mun dekkri yfirlitum en aðrir. Þetta viðhorf lýsir þeim mót-
sagnakenndu hugmyndum sem umræða um hið etníska vekur — annars
vegar er það exótíserað á einhvern máta, gert framandi og spennandi en
hins vegar koma slíkar hugmyndir í veg fyrir að etnískir hópar geti staðið
fyrir hið almenna, einungis hið ljósa og vestræna er fært um það.
Þó má segja að kvikmyndin afsanni einmitt slíkar kenningar. Blöndun
menningarheima er áberandi einkenni í þeirri sjálfsmynd sem tjáð er —
Marji er vestræn, frjálslynd, marxisti, en sem barn er hún trúuð og írönsk
menning hennar heimavöllur. Hún viðurkennir að hún sé ekki hluti vest-
ræns samfélagi heldur þrátt fyrir öll hennar tengsl við vestræna fjölda-
menningu; fyrst dýrkar hún Bee Gees, svo gerist hún pönkari, þá er hún
utangátta í Vínarborg þegar hún kemur þangað.
16 Sjá frekari umfjöllun um táknmyndir blæjunnar í grein Bjargar Hjartardóttur,
„Handan staðalmynda: um hlutverk kvenna í orðræðum um íslam,“ Ritið 2007/2–
3, bls. 113–126.
SJÁLFSMYND Í KVIKMYND