Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Side 185
185
tengir við hið opinbera rými. Þótt boðskipti á þessum vettvangi séu vissu-
lega undirorpin margháttuðum þrýstingi og einokunartilburðum vísar til-
vist hans ávallt til möguleika á lýðræðislegum skoðanaskiptum. Í því sam-
hengi álítum við að kvikmyndir gegni einnig lykilhlutverki sem gjarnan er
vanmetið.6
Franski heimspekingurinn Jean Baudrillard hefur bent á að ákveðin
rými hafi jafnan verið tengd hryðjuverkahugtakinu, og nefnir þar sem
dæmi sendiráð, flugvelli og flugvélar, en erfitt sé að afmarka hugtakið á
þennan hátt lengur.7 Hryðjuverk í samtímanum séu í raun „rýmislaus“
verknaður sem alls staðar „speglar“ og „afmyndar“ hinn pólitíska veru-
leika.8 Hér liggur beint við að tengja óheft umboð þessa rýmislausa verkn-
aðar, þ.e. hæfileikann til að breiða úr sér yfir heiminn, við nútímalega
fjölmiðlun. Ímyndum af hryðjuverkum er dreift á hnattræna vísu og mynd-
irnar verða uppáþrengjandi samhliða því sem veruleikinn sem þær miðla
er alltaf fjarverandi — eftir að andartakið er liðið er atburðurinn varðveitt-
ur í táknbúningi ólíkra birtingarmynda. Þótt flestum sé eiginlegt að upp-
lifa harmræna atburði sem eitthvað sem gerist fjarri þeim sjálfum „ryðst“
hryðjuverkið í ákveðnum skilningi inn í persónulegt rými hins hversdags-
lega. Ímynd hryðjuverksins smeygir sér inn á heimilið í gegnum ljósvaka-
miðla, tölvur og fréttaveitur sem tengdar eru í farsíma, svo að nokkur
dæmi séu nefnd; flæðir um vinnustaði og gerir vart við sig í ys og þys hins
daglega lífs. Sú virkni sem gerir hryðjuverkið að hnattrænum atburði
(sviðsetning þess og fjölmiðlun) skapar því einnig nálægð við hinn almenna
borgara.9 Á þennan hátt er hryðjuverkið tengt hinu opinbera rými órjúf-
6 Kenningar Habermas um hið opinbera rými hafa verið notaðar af kvikmyndafræð-
ingum og þá gjarnan tengdar rými kvikmyndahússins sjálfs, sjá Miriam Hansen,
Babel and Babylon: Spectatorship in American Silent Film, Cambridge: Harvard Uni-
versity Press, 1991, og James Donald og Stephanie Hemelryk Donald, „The
Publicness of Cinema“, Reinventing Film Studies, ritstj. Christine Gledhill og
Linda Williams, London: Arnold, 2000, bls. 114–129.
7 Jean Baudrillard, Fatal Strategies, þýð. P. Beitchman og W.G.J. Nielsuchowski,
New York: Semiotext(e), 1990, bls. 38.
8 Baudrillard, Fatal Strategies, bls. 34.
9 Sigrún Sigurðardóttir hefur fjallað um virkni myndrænnar miðlunar trámatískra
augnablika, þ. á m. ímynda frá hryðjuverkaárásunum ellefta september. Sjá
„Traumatísk augnablik“, Þriðja íslenska söguþingið 18.–21. maí 2006, ritstj. Benedikt
Eyþórsson og Hrafnkell Lárusson, Reykjavík: Aðstandendur þriðja íslenska sögu-
þingsins, 2007, bls. 382–391. Sjá einnig bók hennar, Det traumatiske øjeblik: fotog-
rafiet, differancen og mödet med virkeligheden, Kaupmannahöfn: Politisk Revy,
2006.
RÁNYRKJA ÍMYNDARINNAR