Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 186
186
anlegum böndum, um leið og það á sér stað verður það óstaðbundið í þeim
skilningi að ímynd þess hefur ferðalag sitt um heiminn umsvifalaust.10
Þannig má segja að hinu opinbera rými sé á tímum hryðjuverka haldið í
eins konar „gíslingu“ í krafti tælingarmáttar sjónarspilsins. Hér verður
bent á að áðurnefndar tvær Hollywood-myndir megi lesa sem eins konar
andsvar eða mótleik við slíkri „gíslatöku“. Bandaríski kvikmyndaiðnaður-
inn verður þannig í vissum skilningi þátttakandi í „hryðjuverkastríðinu“ í
krafti boðskiptaleiða hnattræns dreifingarkerfis og ríkjandi stöðu á heims-
kvikmyndamarkaði. Kvikmyndin 11'09''01, birtir okkur hins vegar flókn-
ari mynd af atburðunum, auk þess sem hún tilheyrir menningu heimsbíós-
ins á annan hátt en hinar tvær.
Hér á eftir verður orðræða kvikmyndanna tengd við orðræðu frétta-
miðla og hvort tveggja staðsett á átakavettvangi hins sviðsetta sjónarspils.
Fjölmiðlun sjálfra hryðjuverkanna verður fyrst gaumgæfð, því næst bein-
um við sjónum að hinni frásagnarlegu umgjörð sem smíðuð hefur verið
fyrir hryðjuverkaupplifunina í áðurnefndum kvikmyndum.
II. Samlífisverur og tælingarmáttur sjónarspilsins
Í grein sem birtist í bandaríska dagblaðinu New York Times og nefnist „The
Terrorist as Auteur“ veltir Michael Ignatieff upp áleitnum spurningum um
þær nýju miðlunar- og boðskiptaaðferðir sem hryðjuverkamenn hafa
notað í sína þágu. Einkum beinir hann sjónum að því hvernig „hryðju-
verkamenn hafa verið fljótir að skilja að kvikmyndatökuvélin býr yfir mætti
til að ramma af einstakt og afmarkað hryðjuverk og umbreyta því í ímynd
sem fær kalt vatn til að renna milli skinns og hörunds á áhorfendum.“11
Hugtakið sem Ignatieff bryddar upp á til að lýsa hryðjuverkamanninum,
þ.e. „listrænn stjórnandi“, býr yfir áhugaverðum skírskotunum í þessu
samhengi og það er sannarlega vel til fundið að gaumgæfa „miðlunarað-
ferðir“ hryðjuverka, og það hvernig hryðjuverkamaðurinn kann að stýra
þeim og þar með áhrifamætti aðgerða sinna á beinan eða óbeinan hátt.
10 Rétt er að hafa í huga að um nokkra einföldun er að ræða. Ferlið sem um ræðir
veltur á fjölmörgum samtvinnuðum þáttum, þ. á m. heimspólitískum áherslum og
gildismati í fréttaflutningi. Sum hryðjuverk eru innlimuð í ímyndasamfélagið —
vegna þess að þau teljast mikilvæg eða eru framkvæmd á áleitinn hátt — meðan
önnur eru það ekki og um þau gilda önnur lögmál.
11 Michael Ignatieff, „The Terrorist as Auteur“, The New York Times Magazine 14.
nóvember 2004, bls. 50.
BJöRN ÞÓR VILHJÁLMSSoN oG HEIðA JÓHANNSDÓTTIR