Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 188
188
notkun hryðjuverkamannsins á virkni sviðsetningarinnar og rökvísi sjón-
arspilsins býður heim ákveðnum vítahring þar sem hafist er handa við að
uppfylla ímyndaðar kröfur fjölmiðla sem leiðir til þess að umfang hryðju-
verksins verður sífellt ógnvænlegra. Hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin
eru á vissan hátt endastöð slíkrar hringrásar. Stjórnmálafræðingurinn
Abraham Miller hefur fjallað um þessi tengsl atburðar og miðlunar en
hann bendir m.a. á að „fjölmiðlar og hryðjuverk eru eins konar samlífisver-
ur. Hryðjuverkamenn eru færir um að ‚skrifa‘ hvaða dramatíska leikverk
sem er — engin takmörk eru fyrir blóðsúthellingunum — til að knýja fram
athygli fjölmiðla. Hryðjuverkið, líkt og óuppalinn villingur, er stjúpbarn
fjölmiðla, stjúpbarn sem fjölmiðlar geta hvorki leitt hjá sér né hafnað“.15
Skírskotun til ábyrgðar og samsektar fjölmiðla á hryðjuverkum kann að
virðast ögrandi en engu að síður hefur ákveðin hefð skapast fyrir slíku við-
horfi.16 Þannig hefur franski heimspekingurinn Jacques Derrida lýst yfir
undrun, jafnvel vanþóknun, á umfjöllun fjölmiðla um árásirnar á Bandaríkin
og hann ítrekar að fjölmiðlaóhófið auðveldi hryðjuverkamönnum, sem og
þeim sem hyggjast nýta harmleikinn eigin hugmyndafræði til framdráttar,
að ná markmiðum sínum: „Við verðum að hafa í huga að hámörkun fjöl-
miðlaumfjöllunar reyndist vatn á myllu þeirra sem báru ábyrgð á ‚ellefta
september‘, sem og þeirra sem vildu heyja ‚hryðjuverkastríð‘ í nafni fórn-
arlambanna“.17 Þannig áttu hin „sönnu hryðjuverk“ sér ekki stað með falli
turnanna, eða árásinni á Pentagon, heldur með „rányrkju“ ímyndarinnar
að mati Derrida. Myndlíkingar Millers gefa til kynna að hann sé á sömu
skoðun; samlífsverur geta ekki hvor án annarrar verið og þrífast þær hvor
um sig á hinni. Þá gefur fjölskyldumyndin (hryðjuverkið er „stjúpbarn“
fjölmiðla) í skyn að ábyrgðin á hryðjuverkum hvíli að nokkru leyti hjá
þeim sem miðla þeim áfram til breiðs áhorfendahóps.
Líkt og Derrida bendir á verður hið opinbera rými að mikilvægu tæki
og vopni í hagsmunaátökum en „viðtakendur“ hryðjuverksins eru ávallt
aðrir en hin eiginlegu fórnarlömb. Sú ógn sem skapast í kjölfar hryðjuverka-
árásar verður þrungin merkingu og farvegur fyrir pólitísk skilaboð í hlut-
15 Abraham H. Miller, Terrorism, the Media and the Law, New York: Transnational
Publishers, 1982, bls. 1.
16 Sjá áðurnefnt rit þeirra Schlesinger, Murdock og Elliott, Televising Terrorism og
Philip Jenkins, Images of Terror: What We Can and Can’t Know About Terrorism,
New York: Aldine de Gruyter, 2003.
17 Giovanna Borradori, Jürgen Habermas og Jacques Derrida, Philosophy in a Time of
Terror: Dialogues with Jürgen Habermas and Jacques Derrida, Chicago og London:
University of Chicago Press, 2003, bls. 108.
BJöRN ÞÓR VILHJÁLMSSoN oG HEIðA JÓHANNSDÓTTIR