Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Síða 192
192
friðsamleg mótmæli kaþólikka á Norður-Írlandi voru barin niður með
ofbeldi, en ferill olivers Stone samanstendur nær alfarið af átökum við
pólitísk og söguleg málefni á borð við Víetnamstríðið og morðið á John F.
Kennedy. Með World Trade Center sagðist Stone hins vegar hafa undið
kvæði sínu í kross og gert algerlega „ópólitíska kvikmynd“.24 Þessi fram-
setning Stones á verkinu, sem hann ítrekaði víða í kynningu á myndinni,
kallast á við tilhneigingu sem Derian varar við, sem er að taka atburðina
ellefta september úr sögulegu samhengi og smíða um þá bannhelgi sem
kemur í veg fyrir að tekist sé á gagnrýninn hátt á við orsakasamhengi jafnt
sem afleiðingar hryðjuverkaárásanna.25 ofuráhersla á að gagnrýnin um-
ræða um viðburðinn og krufning á honum feli ávallt í sér ónærgætni við þá
sem eiga um sárt að binda opnar hinu gagnstæða leið, þ.e. einhliða orð-
ræðu sem gefur aðeins kost á lofsöng um fórnarlömb harmleiksins eða
að alið sé á tilfinningum á borð við reiði, sjálfumgleði og hefndarhug í
skjóli upphafningar. Slík upphafningarorðræða áfallsins getur því orðið há-
pólitísk einmitt vegna þess hversu illsnertanleg og vandgagnrýnd
hún er.
Þegar ofangreindar kvikmyndir eru skoðaðar í samhengi við þessar
vangaveltur, beinist spurningin ekki að því hvort þær geti talist pólitískar
heldur á hvaða hátt þær staðsetji sig gagnvart hugmyndafræðilegum átök-
um í veröld sem markast af hryðjuverkastríðinu. Í þessu ljósi verður bent á
hvernig sú staðsetning mótast af þáttum á borð við bannhelgi áfallsins, og
hvernig tekist er á við þann vanda sem virkni sviðsetningarinnar og tæling-
armáttur sjónarspilsins fela í sér þegar ráðist er í gerð kvikmyndar, á list-
rænum forsendum, um hryðjuverkaárásirnar ellefta september 2001.
III. Kvikmyndamiðillinn sem samræðuvettvangur
Með tilkomu tveggja leikinna kvikmynda um sannsögulega reynslu fórn-
arlamba árásanna ellefta september, þ.e. World Trade Center og United 93
árið 2006, má segja að ákveðin skil hafi orðið í umfjöllun um hryðjuverka-
árásirnar og miðlun þeirra.26 Þótt framleiðsla á minningarmyndum (e.
24 Fiona Hudson, “Stone’s ode to Survival”, Sunday Herald Sun 24. september 2006.
25 Derian, „9/11: Before, After, and In Between“, bls. 322.
26 Sjónvarpsmyndin Flight 93 (Peter Markle) og kvikmyndin American Combatant
(Charles Libin) komu út sama ár. Í kjölfarið hafa Hollywood-myndir á borð við
Reign Over Me (2007, Mike Binder), The Reflecting Pool (2008, Jarek Kupsc), Pre
(2009, Steven Tanenbaum) og New Day (2009, Jason Williams) gert atburðina
BJöRN ÞÓR VILHJÁLMSSoN oG HEIðA JÓHANNSDÓTTIR