Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Side 193
193
commemoration films) og heimildarmyndum hafi orðið áberandi fljótlega
eftir árásirnar einkenndist umræðan lengi vel af spurningum um hvort
réttlætanlegt gæti talist að gera harmleikinn að viðfangsefni í verki sem
væri söluvara að ákveðnu marki, hver sem nálgunin annars væri. Kvik-
myndamiðillinn hafði algera sérstöðu í þessu tilliti, ekki síst Hollywood-
kvikmyndin. Það tengdist annars vegar eftirlíkingarmætti miðilsins, og
möguleikum hans til þess að rifja upp reynslu áfallsins fyrir áhorfendum,
og hins vegar sjónrænu eðli sjálfs viðburðarins sem fleytti sjónarspili hans
svo fyrirstöðulaust til viðtakenda fjölmiðla um heim allan. Sú spurning
hlaut óneitanlega að vakna hvort rétt gæti talist að kvikmyndagerðarfólk
léki þennan leik eftir, þ.e. gerði sér að einhverju leyti mat úr harmleik og
hamfaraímyndum hryðjuverkaárásarinnar til þess að skapa verki sínu
dramatískan þunga eða svala forvitni áhorfenda um hvernig það var að
„vera á staðnum“. „Hvar er 9/11 myndin?“ spurði Benjamin Nugent í
grein í tímaritinu Time þegar ár var liðið frá árásunum. Sjálfur svaraði
hann því til að það væri aðeins spurning um tíma, því að enginn vildi „ger-
ast sekur um smekkleysi“.27 „Hollywood heldur að við treystum okkur
ekki til að sjá byggingar sprengdar í loft upp, og það er rétt“, sagði David
Ansen, kvikmyndagagnrýnandi Newsweek við sama tilefni.28 Hér má einn-
ig spyrja hvort varfærnin helgist af ótta við það að nota tæknilega mögu-
leika miðilsins til að sviðsetja atburðina, og „virkja“ þannig sjónarspil
hryðjuverkanna á ný.
Ákveðin nærgætnissjónarmið voru þannig ríkjandi fyrstu árin eftir
hryðjuverkaárásirnar en þau hlutu að láta undan þeim þunga sem atburð-
irnir hafa í bandarískri þjóðarvitund. Í tilfelli myndanna tveggja sem hér
um ræðir virðast fimm ár hafa þurft að líða áður en Hollywood taldi óhætt
að varpa af sér sorgarklæðunum. Í þessari frestun má greina tilraun til að
ellefta september 2001 og eftirköst þeirra að umfjöllunarefni. Í The Guys (2002,
Jim Simpson) er fjallað um minningarathöfn um þá meðlimi slökkviliðsins í New
York sem létust við björgunarstörf. Myndir Stone og Greengrass eru þó enn einu
leiknu kvikmyndirnar sem framleiddar hafa verið í innviðum draumaverksmiðj-
unnar og gera atburðarás sjálfs ellefta september að efniviði sínum.
27 Benjamin Nugent, „Where’s the 9/11 Film?“ Time.com, 11. september 2002.
Vitnað til í „Introduction“, Wheeler Winston Dixon, Film and Television After
9/11, ritstj. Wheeler Winston Dixon, Illinois: Southern Illinois University Press,
2003, bls. 8.
28 David Ansen, „The Arts after 9–11: Movies — Hollywood Tweaked Films with
Touchy Subjects“, MSNBC.com, 11. september 2002. Vitnað til í „Introduction“,
Wheeler Winston Dixon, Film and Television After 9/11, ritstj. Wheeler Winston
Dixon, Illinois: Southern Illinois University Press, 2003, bls. 8-9.
RÁNYRKJA ÍMYNDARINNAR