Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 198
198
ímyndanna sem hann virkjar í myndskeiði sínu. Þá eru þær stuttmyndir
sem nota atburðarás dagsins til að sviðsetja hefðbundinn „söguþráð“ —
þ.e.a.s. söguframvindu sem er ekki í augljósum tengslum við heimssögu-
legan þunga árásanna — gagnrýndar á svipuðum forsendum. Framlag
Claude Lelouch til myndarinnar, þar sem segir frá pari sem hættir við að
skilja eftir að eiginmaðurinn sleppur lifandi af vettvangi árásanna og
kemur heim þakinn ösku er túlkað sem smekklaus notkun á einni helstu
fjölmiðlaímynd árásanna. Gagnrýnandi Variety fór sömuleiðis hörðum
orðum um myndina og kallaði hana „öfgadæmi um ameríkuhatur“ og fann
henni allt til foráttu, einkum að fjallað væri af skilningi um palestínskan
sjálfsmorðsárásarmann og fjölskyldu hans.33 Viðtökur 11'09''01 í Banda-
ríkjunum eru til vitnis um færslu hryðju verkaárásanna í táknbúning hins
einstaka, og ljóst má vera að slík umsköpun hefur reynst allri umræðu um
atburðina fjötur um fót.
hversdagshetjur í miðju harmleiks
Í ljósi gagnrýninnar sem beindist að 11'09''01 kemur ekki á óvart að fyrstu
Hollywood-atlögurnar að framsetningu á ellefta september, þ.e. United 93
og World Trade Center, hafi markað sér skýra stefnu. Báðar einkennast af
varfærni þegar að endursköpun atburðanna kemur og meðvitund um það
flókna net tákna, væntinga og minninga sem markar áfallinu umgjörð.
Segja má að myndirnar réttlæti tilvist sína með því að beina sjónum áhorf-
enda að því „jákvæða“ sem greina mátti í miðju harmleiksins, er fórnar-
lömb, aðstandendur og björgunarstarfsmenn sýndu hugrekki og þolgæði
andspænis ómanneskjulegri ógn. Þannig er gefið til kynna að sögur þessa
fólks staðfesti að hryðjuverkamönnunum hafi ekki tekist ætlunarverk sitt,
þ.e. að brjóta fólk niður og valda upplausn. Sömuleiðis verjast kvikmynd-
irnar gagnrýni með því að virða þá bannhelgi sem ríkir um viðburðinn,
annars vegar gagnvart endursviðsetningu á sjónarspili árásanna og hins
vegar með nærgætni við minningu fórnarlambanna og aðstandendur
þeirra.
United 93 beinir sjónum að flugvél United-flugfélagsins sem brotlenti á
akri í Pennsylvaníu á árásardeginum með þeim afleiðingum að allir farþeg-
ar hennar fórust. Flugvélin var ein af fjórum sem rænt var, en jafnframt sú
33 Francois Godard, „Canal Plus 9/11 pic courts controversy: Anti-U.S. elements
permeate project“, Variety 20. ágúst 2002.
BJöRN ÞÓR VILHJÁLMSSoN oG HEIðA JÓHANNSDÓTTIR