Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Síða 199
199
eina sem náði ekki skotmarki sínu, sem margir álíta að hafi verið Hvíta
húsið í Washington.34 Af upptökum úr stjórnklefa að dæma og símtölum
sem bárust frá borði, er talið að farþegarnir hafi ráðist gegn flugræningj-
unum. Þá er talið líklegt að farþegarnir hafi að yfirlögðu ráði knúið fram
brotlendingu á opnu og mannlausu svæði. Einnig er mögulegt að farþeg-
arnir hafi með aðgerðunum viljað freista þess að ná stjórn á flugvélinni, en
bæði sjónarmiðin koma fram í myndinni. Ef einhver saga frá þessum
örlagaríka degi kjarnar hugmyndina um hvernig atburðirnir vöktu upp hið
hetjulega í hinum venjulega Bandaríkjamanni, er það framvindan um borð
í flugvél United Airlines. Sú afstaða að árásirnar hafi í raun „stappað stál-
inu“ í of umburðarlynda þjóð einkenndi viðbrögð Bandaríkjastjórnar við
atburðunum og er nátengd þeirri herskáu hugmyndafræði sem haldið var
á lofti til þess að réttlæta innrásirnar í Afganistan og Írak. United 93 svipar
til World Trade Center, eins og nánar verður vikið að hér að neðan, í því að
báðar leitast þær við að túlka atburðarás hryðjuverkaárásanna sér í vil og
eru þannig til vitnis um átök um merkingu atburðanna á sviði ímynda í
hinu opinbera rými alþjóðlegrar upplýsingamiðlunar.
Í United 93 er leitast við að endurskapa þrúgandi andrúmsloft dagsins
með raunsæislegum hætti, bæði atburðina sem áttu sér stað um borð í
flugvélinni og það sem gerðist á ýmsum „átakasvæðum“ í stjórnkerfinu,
s.s. meðal hersins og flugumferðarstjórnar. Myndinni var ákaft hrósað
fyrir „hófstillt raunsæi“ og „trúverðugleika“, en mikilvægur liður í sköpun
raunsæisáhrifa er sú ákvörðun að nota óþekkta leikara til að túlka fórnar-
lömbin.35 Hugmyndin virðist vera sú að með því að virkja ásjónu „raun-
verulegs“ og „hversdagslegs“ fólks, megi heiðra minningu fórnarlambanna
og auðvelda áhorfendum að sjá fyrirmyndirnar fyrir sér á tjaldinu. Í nokkr-
um tilvikum er gengið lengra en Ben Sliney, yfirmaður flugumferðar-
stjórnar, leikur t.d. sjálfan sig í myndinni, en með þeim hætti er leitast við
að ná beinni tengingu við raunveruleikann. Leikaravalið kallast svo á við
áhrif handheldrar myndatöku, stökkklippingar, talmálskennt handrit,
klipp ingar yfir í atriði í miðju samtali, og þá tilfinningu að myndavélin sé
stödd í iðandi kös atburðanna á meðan þeim vindur fram. Með þessu er
leitast við að skapa heimildarmynda- og vettvangsbrag sem ætlað er að
34 Um lokatakmark flugræningjanna er þó deilt, sjá Stephen E. Atkins, „United
Airlines Flight 93“, The 9/11 Encyclopedia, 1. bindi, Westport og London: Praeger
Security International, bls. 284–287.
35 David Denby, „Last Impressions“, The New Yorker 1. maí 2006 og Philip French,
„United 93“, The Observer 4. júní 2006.
RÁNYRKJA ÍMYNDARINNAR