Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Side 202
202
Manhattan-eyju og skýrt pólitískt framlag til túlkunar á viðburðunum og
eftirköstum þeirra. Hér mætti jafnvel halda því fram að World Trade Center
taki upp „handrit“ hryðjuverkamannanna og skapi úr því kvikmyndaaðlög-
un sem líkir eftir verknaðinum en leitast þó um leið við að umskapa og
leggja undir sig merkingu hans.
Varfærni og hringsól í kringum sjálft sjónarspilið einkennir hins vegar
verkið á öllum stigum og tengist þeim venslum og víxlverkunum ólíkra
orðræðna sem gera vart við sig í framrás sögunnar. Auk þess sem hug-
myndum í anda hins mímetíska ímyndastríðs, s.s. um styrk og óbilgirni
þjóðarinnar, er haldið á lofti er myndin sjálf gerð að virkum þátttakanda í
hugmyndafræðilegum átökum hryðjuverkastríðsins. Þetta á sér stað með
sköpun orðræðu sem gerir framleiðsluferlið sjálft að liði í átökunum við
raunverulegt áfall og setur myndina fram sem græðandi afl, hluta af heil-
unarferli þeirra einstaklinga sem upplifðu hryðjuverkaárásirnar í raun.
Samslátt hins raunverulega atburðar og táknrýmis kvikmyndarinnar sem
framleiðslueiningar má lesa sem sérstæða birtingarmynd hugmyndarinnar
um virkni sviðsetningarinnar, en það er sjálf gerð myndarinnar, ekki boð-
skapurinn sem slíkur, sem skiptir hér máli. Þannig er reynt að færa kvik-
myndina inn á svið hins persónulega og einstaklingsbundna, og þar með út
af sviði hins heimspólitíska.
Sjónarhornið í myndinni er takmarkað við tiltekna sögu í þeirri marg-
földu harmsögu sem átti sér stað. Eins og áður var vikið að fjallar hún um
sannsögulega reynslu tveggja lögreglumanna, þeirra Johns McLoughlin
og Wills Jimeno, sem héldu á vettvang til að bjarga fólki úr brennandi
turnunum, grófust inni í rústum turnanna en var bjargað þaðan um hálfum
sólarhring síðar. Fylgst er með baráttu þeirra McLoughlins og Jimeno við
að halda sér á lífi, en þau sterku tengsl sem þeir mynda sín á milli eru mið-
punktur þess tilfinningalega þunga sem myndin leitast við að skapa.
Menn irnir ræða um fjölskyldur sínar, og reynast traust tengsl beggja við
eiginkonur sínar, börn og ástvini veita þeim þrek til að þreyja eldraunina.
Út frá þessum þræði sprettur annar mikilvægur flötur frásagnarinnar, sem
á sér stað á heimilum McLoughlins og Jimeno, þar sem eiginkonur þeirra
bíða fregna af afdrifum eiginmanna sinna og reyna að herða upp hugann,
allt þar til að gleðifréttirnar af hinni ótrúlegu björgun berast.
Með því að einbeita sér að sögu lögreglumannanna leysir World Trade
Center margvísleg vandamál sem kvikmyndir um viðburðinn standa
frammi fyrir. Líkt og United 93, beinir World Trade Center sjónum að hetj-
BJöRN ÞÓR VILHJÁLMSSoN oG HEIðA JÓHANNSDÓTTIR