Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 207
207
arinnar með því að skeyta saman ólíkum sjónarhornum á hamfarirnar.
Heildarsjónarspilinu, þ.e. sviðsetningu hamfaranna, og því sjónarhorni
sem fjölmiðlar sýndu viðstöðulaust á árásardaginn, er hins vegar sleppt í
kvikmynd Stones, a.m.k. í beinni miðlun í framvindutíma söguheimsins.
Stærstum hluta kvikmyndarinnar vindur síðan fram meðan söguhetjurnar
liggja grafnar undir rústunum.41
Því fer þó fjarri að hinum kunnuglegu ímyndum sem birtust í fjölmiðl-
um á árásardaginn sé alfarið haldið frá áhorfendum World Trade Center.
Þótt sjónarhornið á vettvangi árásanna sé að stórum hluta bundið við inni-
lokaðar söguhetjur í rústum turnanna, eru allar helstu vörðurnar í
atburðarás dagsins felldar inn í söguheiminn með því að innlima brot úr
þeim sjónvarpsfréttaflutningi sem dundi á heimsbyggðinni. Í atriðum þar
sem aðstandendur og aðrar persónur myndarinnar þyrpast að sjónvarps-
skjánum til þess að fylgjast með framvindu mála eru frægar fjölmiðla-
ímyndir dagsins kallaðar fram. Með því að notast við myndefni úr sjón-
varpi býr Stone til ákveðna fyrirvara á og fjarlægð við þá endursviðsetningu
á hryllingi dagsins sem þessar ímyndir skapa í sameiningu, en uppfyllir um
leið ákveðna kröfu um að birta breiðari mynd af hryðjuverkaárásunum en
sjónarhorn frásagnarinnar felur í sér. Kvikmyndin nýtir sér áhrifamátt
þessara ímynda til hins ýtrasta í atriði er sýnir hrun turnanna, en þar er
brugðið upp nærmynd þar sem sjónvarpsskjárinn, sem sýnir útsendingu
fréttasjónvarpsstöðvar, fyllir út í myndrammann.
Þá er áhugavert að velta fyrir sér þeirri afstöðu sem tekin er í söguheimi
kvikmyndarinnar til stöðugrar endursýningar á hamförunum í fjölmiðlum.
Þannig er t.d. leitast við að greina miðlun fréttamyndanna innan kvik-
myndarinnar skýrt frá þeirri ofspilun og rányrkju á sjónarspilinu sem
gagnrýnin umræða um ellefta september hefur beinst að. Líkt og í United
93 eru endursýningar á brotum úr fjölmiðlaútsendingum dagsins gjarnan
rammaðar inn í atburðarás þar sem sögupersónur horfa á sjónvarpið til
þess að afla sér nauðsynlegra upplýsinga um framvindu mála. Með því er
sögupersónum stillt upp sem millilið í viðtöku sjónarspilsins, sem jafn-
41 Líkt og fram kemur í viðtali við Stone í kynningarmyndinni „Shooting in New
York and Los Angeles“, voru aðstandendum kvikmyndarinnar sett ströng skilyrði
þegar kom að því að taka upp atriði í New York. Einungis fékkst leyfi hjá borgaryf-
irvöldum til þess að taka upp tvö stutt umhverfisskot á svæðinu sunnan Canal-
strætis á neðri hluta Manhattan-eyju þar sem ekki þótti við hæfi að leyfa kvik-
myndatöku á Manhattan sem fæli í sér leikmyndir eða búninga sem minntu á áfall
árásardagsins. öll önnur atriði sem gerast á umræddu svæði eru unnin með leik-
myndum og tölvugrafík. Sjá mynddisksútgáfu World Trade Center.
RÁNYRKJA ÍMYNDARINNAR