Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 209
209
lokun lögreglumannanna tveggja í innviðum rústanna, og frá einstakri
sögu þeirra, upp og út í himingeiminn þar sem nútíma fjölmiðlatækni
þurrkar út landamæri og miðlar frásögnum af viðburðinum til fólks víðs
vegar um heim. Sú sjónræna tenging sem hér er sköpuð frá sögu „mann-
anna í holunni“ til miðlunar harmleiksins til heimsbyggðarinnar má ekki
síst yfirfæra á hinn hnattvædda fjölmiðil kvikmyndarinnar, þar sem saga
mannanna tveggja sem bundust sterkum böndum og lifðu af vegna stuðn-
ingsins sem þeir veittu hver öðrum er sprengd út í stórsæja mynd af sam-
stöðu heimsbyggðarinnar andspænis voðaverkunum í New York. Hér má
segja að Hollywood-kvikmyndin skírskoti til sjálfrar sín og getu sinnar til
þess að snerta heimsbyggðina með sögu þeirra Johns og Wills.
ofangreind sýn á hryðjuverkin hefur hins vegar ekki eingöngu mann-
legar skírskotanir heldur felur hún í sér ákveðin tengsl við þá hugmynda-
fræðilegu mótun sem aflaði Bandaríkjastjórn stuðnings almennings bæði
heima fyrir og erlendis við stríðsrekstur í Mið-Austurlöndum í nafni
„hryðjuverkastríðsins“. Í viðbrögðum ríkisstjórnar George W. Bush mátti
greina mælskutækni sem tengdi hryðjuverkaárásirnar við upphaf stríðsátaka
sem kölluðu á samstöðu og styrk þjóðarinnar, sem væri jafnframt forsenda
þess að hægt væri að snúa vörn í sókn. Á meðan kvikmynd Stones leitast
við að afmarka sjónarhornið við persónubundna reynslu tiltekinna fórn-
arlamba og fjölskyldur þeirra, er sú afmörkun sett í ákveðið hugmynda-
fræðilegt samhengi með því að gera frásögnina af bjargvættinum David
Karnes að þriðja meginþræði söguheimsins. Karnes er endurskoðandi og
fyrrum hermaður sem hélt á vettvang hryðjuverkanna sem sjálfboðaliði.
Til þess að öðlast aðgang að hinu hættulega leitarsvæði brá Karnes sér í
gamla herbúninginn og hélt upp í rústirnar þótt myrkur væri skollið á og
öðrum hjálparstarfsmönnum vísað frá vegna slysahættu. Í félagi við annan
þrautseigan hermann, fann Karnes þá McLoughlin og Jimeno, og kallaði
til björgunarlið.
Karnes er kynntur til sögunnar í atriði sem staðsetur sögusviðið í skrif-
stofubyggingu í Connecticut-fylki, þar sem skrifstofufólk vinnur sína
vinnu, fjarri hættulegu björgunarstarfi og „stríðsástandinu“ á neðri hluta
Manhattan-eyju. Inni á skrifstofunni má sjá hvar starfsmennirnir hafa lagt
niður störf og sitja í hnapp í kringum sjónvarpið í kaffistofunni. Karnes,
sem sker sig frá samstarfsfólki sínu í því hversu hávaxinn hann er, og með
því að taka sér stöðu fyrir utan hópinn, þokar sér nær sjónvarpinu í þá
mund er heyra má tilkynningu um að forsetinn hyggist ávarpa þjóð sína frá
RÁNYRKJA ÍMYNDARINNAR