Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 220
220
sig varða menningarsköpun og skipti almennt á tímum hnattvæðingar. Fremur
en að fylgja hefðbundnum viðmiðum Ritsins hef ég í þýðingunni haldið tryggð
við upprunalegan frágang heimilda að því frátöldu að ég hef bætt við greinina
íslenskum þýðingum á titlum.
Björn Ægir Norðfjörð
Hugtakið „heimsbíó“ er komið til að vera: í námskeiðum okkar, kennslu-
bókum okkar og fjölmiðlum. Frá og með Jaws (1975, Ókindin) og Star
Wars (1977, Stjörnustríð) vísar hugtakið til hnattræns umfangs Hollywood
en það vísar jafnframt til andspyrnunnar gegn yfirráðum Hollywood líkt
og hún birtist í GATT-deilunum fyrir rúmum áratug. Þannig beita eftir-
lendurýnar hugtakinu stundum þegar þjóðir keppast um athygli á kvik-
myndahátíðum. „Heimsbíó“ hefur tekið að sér hlutverk „listrænu kvik-
myndarinnar útlensku“ sem fyrst laumaðist inn fyrir vel varðar dyr há-
skól anna á sjöunda áratugnum. Hér áður fyrr kenndum við erlendar kvik-
myndir sem óháð meistaraverk í námskeiðum um „kvikmyndir sem list“
eða sem viðauka við hinar viðurkenndu þjóðarbókmenntir. Í dag kreppir
að deildum þjóðarbókmennta á meðan þeim kvikmyndum sem kalla á
kennslu fjölgar sem og löndunum sem þær koma frá. Gömlu aðferðirnar
ná hvorki utan um þessa fjölbreytni, né hina alþjóðlegu samvirkni ímynda.
Forskriftin sem ég fylgdi árum saman, líkt og svo margir aðrir, „yfirlit
kvikmynda“, gerir stöðu mála og nemendum rangt til. „Yfirlit“ gefur til
kynna fjarlægt augnaráð, sem líkt og í fangelsi alsæisins vaktar það erlenda
okkur til þæginda og gagns. Námskeið um „heimsbíó“ ætti hins vegar að
vera reiðubúið að ferðast fremur en að skyggnast yfir, ætti að setja nem-
endur í framandi áhorfsstellingar fremur en að matreiða hið framandi
þeim til handa. Þetta er hið kennslufræðilega fyrirheit námsgreinar á borð
við heimsbíó, leið til að nálgast erlendar myndir kerfisbundið, og án duttl-
unga smekks; vega og meta „það útlenska“ í ljósi þess sem er bókstaflega
nýtilkomin vitund um hnattrænar víddir. Slík nálgun skoðar ráðandi þætti
og beinir athyglinni í framhaldi að ákveðnum „kvikmyndalegum stöðum“
— sér fyrir hnitum svo að rata megi um þennan heim heimskvikmynda.
Það er engin ástæða til að stoppa í hverri höfn líkt og um tour du monde
væri að ræða með aðstoð einhverrar námsbókar í anda Vegahandbókarinnar.
Tilfærsla, ekki yfirferð, skiptir mestu; við skulum ferðast þangað sem
okkur langar, svo framarlega sem staðbundin kvikmyndagerð er skoðuð í
ljósi þeirrar flóknu vistfræði sem einkennir hana.
Nálgun mína má kannski best sjá fyrir sér í formi atlass sem saman-
DuDlEy aNDREw