Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Side 221
221
stendur af ólíkum gerðum korta, sem hvert um sig lætur í ljós ólíka afstöðu
til framandi landsvæðis, dregur fram ólíkar hliðar, þætti og víddir. Hver
nálgun, eða hvert kort, dregur fram ákveðna sýn: af því leiðir atlasinn.
Fyrir margt löngu komu kvikmyndahátíðir sér upp einföldu korti í leit
sinni að gæðavörum fyrir árlegar keppnir í anda fegurðarsamkeppna.
Lengi vel gerðu menningarvitarnir lítið annað en að staðsetja heimalönd
meistaraverkanna með því að stinga lituðum títuprjónum í landakort.
Þessi virðing fyrir útskornum blómum einkenndi kvikmyndafræðina á
fyrstu árum hennar en þarfnaðist kerfisbundnari útlistunar (er nefna mætti
grasafræðilega eða vistfræðilega) á lífsþrótti hinna útvöldu. Hvaða pólitíska
og menningarlega jörð nærði þessar myndir og höfunda þeirra? Í dag
myndi þessi hvöt — metnaðarfyllri sakir aukinnar virkni og samanburðar
— rekja víxlfrævunarferli sem sneiddi hjá þjóðarútlínum. Sögulegur atlas
væri skynsamlegt fyrsta skref til að ná utan um allt þetta efni á þessu rugl-
ingslega fræða-„svæði.“ Engu að síður er námskeiðið mitt hvorki landa-
fræðiorðabók né alfræðiorðabók, heldur vonlaus tilraun til að sýna öllu
kvikmyndalífi sanngirni. Ritgerðir þess og efni móta ákveðnar nálgunar-
leiðir, rétt eins og landabréfabók sýnir heimsálfu í margvíslegu ljósi:
stjórn málalegu, lýðfræðilegu, málvísindalegu, staðfræðilegu, veðurfræði-
legu, haffræðilegu og sögulegu.
Stjórnmálakort
Það gerir sitt gagn að stinga títuprjónum í landafjöld afmarkaða með
landamærum. Í menntaskóla lágum við öll yfir breyttum útlínum heims-
veldanna: Grikkirnir, Rómverjarnir, ýmiss veldi barbara, herir Íslams sem
lagt hafa undir sig Afríku og umlykja Evrópu. Hvernig skyldi kort af veldi
kvikmynda líta út? Með hliðsjón af þeim þremur þúsund frásagnarmynd-
um sem framleiddar eru árlega í hefðbundinni lengd vítt og breitt um
heiminn mætti merkja heitustu kvikmyndastaðina í grátónum er tækju mið
af Hollywood — myrkum fasta. Samkeppnisaðilar væru ljósari en misjafn-
lega þó: ef frá eru talin hernámsárin hafa Frakkar framleitt yfir hundrað
myndir á ári frá árinu 1930. Japan hefur framleitt nærri þrjú hundruð og
Indland sem frá og með árinu 1950 framleiddi yfir þrjú hundruð hefur nú
aukið framleiðslu sína í átta hundruð myndir. Egyptaland, Tyrkland og
Grikkland væru óvæntu löndin sem öll framleiddu hundruð mynda árlega
frá lokum seinni heimsstyrjaldar allt þar til að sjónvarpið gróf undan
kvikmyndagerð landanna á níunda áratugnum. Ef maður sýndi kvikmynda-
KViKmyNDaatlasiNN