Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 222
222
framleiðslu heimsins á tíu ára millibili með þessum hætti myndu mikilvæg-
ir skjálftar leika um grafið. Svo að dæmi sé tekið dettur framleiðsla í
Brasilíu inn og út með ríkisstjórnarskiptum; Hong Kong kemur til sög-
unnar með starfsemi Run Run Shaw á sjötta áratugnum og gnæfir síðan
yfir Austur-Asíu á þeim áttunda; og svo má auðvitað ekki gleyma Íran. Líkt
og Malí og Búrkína Fasó í Vestur-Afríku geystist Íran fram úr nágranna-
löndum sínum á níunda áratugnum.
Engu að síður minna Íran og Búrkína Fasó okkur á að upphefð þjóða í
kvikmyndaheiminum er tilkomin fremur af frammistöðu á kvikmyndahá-
tíðum en þeim fjölda kvikmynda sem framleiddar eru. Það voru Abbas
Kiarostami og Idrissa ouedraogo sem skelltu þessum þjóðum á kortið í
Cannes. Með svipuðum hætti settu Edward Yang og Hou Hsiao-Hsien
Taívan á stall með Hong Kong (þau fá jafn mikið rými í Encyclopedia of
Chinese Film sem og í The Oxford History of World Cinema) þrátt fyrir minni
framleiðni og vinsældir taívanskra mynda. Ekki getum við heldur gleymt
Danmörku, sem á tíunda áratugnum, eða þar um bil, umbreytist í evr-
ópskan risa sambærilegan Þýskalandi, sem þó framleiddi þrisvar sinnum
fleiri myndir. Til að skýra þetta verðum við að greina framleiðslu og upp-
hefð á öldinni allri, en með sérstakri áherslu þó á árin eftir 1975, þegar
„heimsbíóið“ tók að vekja athygli.
Lýðfræðikort
Þegar þeim þrjú þúsund leiknu frásagnarmyndum sem gerðar eru árlega er
skipt eftir framleiðslulöndum er látið í veðri vaka að hnötturinn snúist
með jafnari hætti en hann gerir í raun og veru. Það er nefnilega svo að
slagsíða efnahagsmassa Hollywood (pokar uppfullir af miðasölufé skila sér
þangað hvaðanæva, að Indlandi undanskildu) riðlar stefnu hans. Þessi
yfirráð yfir dreifingu gilda jafnt um kvikmyndasýningar og myndbands-
áhorf (að frátöldum svarta markaðnum sem teygir sig vítt og breitt en þó
sérstaklega um Afríku og Kína). Svo að gera megi aðgengilegum fremur
en framleiddum ímyndum skil eftir landsvæðum dugir grátónaskali ekki
lengur til. Þessar uppstillingar verða að búa yfir ólíkum litum: rauð smurn-
ing fyrir Hollywood-myndir sem sýndar eru í kvikmyndahúsum og fylla
hillur myndbandsleiga, blár fyrir innlendar ímyndir. Gulir og grænir blett-
ir gæfu til kynna fjölbreytni — gulur fyrir ímyndir fluttar inn frá nágranna-
löndunum, grænn fyrir þær sem ferðuðust um lengri vegu. Tökum sem
dæmi Írland, það land Evrópu sem sækir kvikmyndahús mest miðað við
DuDlEy aNDREw