Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Síða 223
223
mannfjölda.1 Nýverið hefur Hollywood lagt undir sig 76 prósent kvik-
myndatjalda og sýningartíma þess; innlend framleiðsla (yfir 20 kvikmyndir
á ári) nær 3–4 prósentum. Afgangurinn kemur mestmegnis frá Stóra-
Bretlandi (15 prósent) og löndum Evrópusambandsins. Í Frakklandi fór
hlutur Hollywood aftur á móti niður fyrir 50 prósent á síðasta ári [2003:
þýðandi] í fyrsta skipti í tvo áratugi. Frakkar kunna að meta kvikmyndir frá
Ítalíu og Asíu, en fyrst og fremst er það þeirra eigin framleiðsla sem ræður
ríkjum heima fyrir, með stuðningi öflugra markaðsherferða og efnahags-
hvata.
Hin raunverulegu kvikmyndastríð hafa síður verið háð um framleiðslu
en samkeppni um áhorfendur og af þeim sökum eru lýðfræðslukannanir
ígildi korta á herkænskufundum í aðsetrum framkvæmdastjóra eða ráð-
herra menningarmála. Þjóðríki hafa oft og tíðum verndað vinnuafl sitt og
hug þegna sinna fyrir úthugsuðum innrásum erlendis frá. Ólíkt bók-
menntum, þar sem innfædda afurðin hefur enn sem komið er verið örugg
á bak við hinn mikla múr innfædda tungumálsins, hafa kvikmyndir allt frá
upphafi lagt undir sig erlend kvikmyndatjöld. Áður en uppfinning
Lumière-bræðra var orðin tveggja ára gömul höfðu þeir sent tökumenn
vítt og breitt um heiminn, og sýnt áhorfendum á einum stað myndir tekn-
ar á öðrum. og Pathé, líkt og Richard Abel (1999) hefur sýnt fram á, var
orðið ógurlegt heimsveldi fyrir 1913, með skrifstofur út um allar grundir.
Sem alþjóðlegt áhyggjuefni atti Pathé staðbundnum samkeppnisaðilum út
í að kalla eftir „þjóðarbíói“. Aflað var stuðnings gagnrýnenda við að búa til
og viðhalda því sem nú var nefnt „bandarísk kvikmyndagerð,“ „japönsk
kvikmyndagerð,“ og svo framvegis. Þegar komið var fram til ársins 1920
hafði Hollywood leyst Frakkland af hólmi sem keisari ímyndanna.
Parísarpressa þriðja áratugarins svaraði þessum endaskiptum með því að
búa til þjóðarhefð franskrar kvikmyndagerðar sem þarfnaðist (rétt eins og
í dag) stuðning ríkisins og þegn-áhorfenda.
Þjóðernissinnar ímynda sér einfalda samkeppni á milli okkar ímynda og
þeirra. Aftur á móti ættum við, að hætti Fredric Jameson, að vera meðvituð
1 Þýð. Vert er að taka fram að Íslendingar slá Írum við hvað þetta varðar og sækja
kvikmyndahús að meðaltali talsvert oftar en Írar. Svo að dæmi sé tekið fór hver Íri
að meðaltali þrisvar sinnum í bíó árið 2006 en hver Íslendingur fimm sinnum. Sjá
Susan Newman-Baudals, ritstj. Focus 2007: World Film Market Trends, Strasbourg:
European Audiovisual observatory, 2007, bls. 13 og 32. Það sem skiptir þó kannski
öllu meira máli er að staða Hollywood-kvikmynda er hér enn sterkari, og staðfest-
ir að fjöldi heimsókna í kvikmyndahús standi ekki í neinu sambandi við fjölbreytta
og lifandi kvikmyndamenningu.
KViKmyNDaatlasiNN