Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Qupperneq 224
224
um díalektíkina sem oft framleiðir form sem sameinar hvort tveggja (1993:
xiii). Sem dæmi má nefna að frásagnar-framúrstefnan var helsta málamiðl-
unarformið í Frakklandi á þriðja áratugnum. „Frásögn“ vísar hér til hins
sameiginlega forms kvikmynda, arfleifðar D. W. Griffith og Thomas Ince
sem ríkir hvarvetna. „Framúrstefnan“ gefur aftur á móti til kynna hið inn-
fædda fagurfræðilega hreyfiafl sem gerði Frakkland að miðju hverrar
stefnunnar á fætur annarri í bókmenntum og fögrum listum, frá im-
pressjónisma til symbólisma, kúbisma og eftirleiðis. Alhliða rannsókn á
franskri kvikmyndagerð á þriðja áratugnum yrði að taka innflutning til
athugunar, í ljósi þess að Hollywood-ímyndir hernámu helming kvik-
myndatjalda landsins, þ.e. hernámu hugi þeirra sem gerðu og horfðu á
kvikmyndir. Hún ætti líka að huga að öðrum innflutningi, í þessu tilviki
þýska expressjónismanum, sem lét Frökkunum í té viðmið ólík Hollywood.
Með því að stilla Frakklandi upp í þríhyrning andspænis Bandaríkjunum
og Þýskalandi væri hægt að kortleggja miklu nákvæmar það sem er álitin
sérstök þjóðarstefna.
Engin rannsókn á franskri kvikmyndagerð, þar með talin mín eigin
rannsókn á fjórða áratug hennar, hefur sinnt innflutningi á þennan hátt.
Svo að beitt sé líkingu Franco Moretti þá hafa rannsóknir á þjóðarbíóum
mestmegnis verið ættfræðilegar, eitt tré á hvert land (2000:67). Margbrotin
gerð róta og greina þeirra er sjaldan sýnd sem samofin. Nálgun sem bygg-
ir á hugmyndinni um heimskerfi myndi aftur á móti kalla á aðra líkingu,
nefnilega „bylgjur“ sem berast til aðliggjandi menningarsvæða, þar sem
nándin þeirra á millum stuðlar að tímgun sem ekki einu sinni þríhyrnings-
mæling getur gert fullnægjandi skil. Hugtak Moretti kallar á eitt af bestu
dæmunum um heimsbíó því að nýbylgjan sem hleypti lífi í franska kvik-
myndagerð árið 1959 barst um víða veröld og hafði við ólíkar aðstæður
áhrif á kvikmyndalífið í Bretlandi, Japan, Kúbu, Brasilíu, Argentínu,
Tékkóslóvakíu, Júgóslavíu, Ungverjalandi og síðar Taívan. Líkt og við
vitum átti upphafsaldan í París ýmislegt að þakka Hollywood-myndunum
sem skolaði á land í kjölfar innrásarinnar í Normandí 1944, og bókstaflega
yngdu upp þreytta franska kvikmyndamenningu. Nýbylgjan birtist fyrst í
tískudellum unga fólksins, í formi fatatísku, hönnunar og bókmennta, áður
en hún reis hæst í Cannes árið 1959, þaðan sem hún hafði augljós alþjóð-
leg áhrif.
Lýðfræðirannsóknir á miðasölu og tölfræði myndbandsleiga geta fljótt
þróast út í mat á smekk áhorfenda. Þrátt fyrir að þær séu mikilvægar fyrir
DuDlEy aNDREw