Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 225
225
sumar spurningar leiðir eintóm félagsfræði oft til fyrirsjáanlegra staðal-
mynda. Í könnun á 46 löndum undir heitinu „Planet Hollywood“ kemst
Moretti (2001) að hinu sjálfgefna: Asíubúar dragast að hasarmyndum, rík-
ari þjóðirnar horfa á mikið af barnamyndum, gamanmyndir eru oftar
gerðar fyrir heimamarkað og svo framvegis. Yfirlit sem þetta eru víðsfjarri
því að gefa okkur nokkra tilfinningu fyrir fjölbreytileika kvikmyndamenn-
inga á hnettinum; maður gæti rétt eins rannsakað morgunverðarkorn. Sem
betur fer hefur Moretti, snilldar bókmenntafræðingur, þróað miklu marg-
slungnari kort.
Málvísindakort
Í Atlas of the European Novel 1800–1900 (1999) og fimm binda sögu
„heims skáldsögunnar“ tekur Moretti klárlega í notkun darwinska tilgátu
sem ætti jafnframt að gilda um kvikmyndir. Til að kortleggja vöxt og visnu
stefna í skáldsagnagerð á hnattræna vísu beitir hann lögmáli sem hann
byggir á hugmyndum Fredric Jameson: „Í menningarsamfélögum við
jaðar bókmenntakerfisins kemur nútímaskáldsagan ekki fram sem sjálf-
sprottin heldur sem málamiðlun á milli áhrifa frá vestrænu formi (yfirleitt
frönsku eða ensku) og staðbundins efnis“ (2000:58). Moretti kortleggur
flæði þýðinga og bóksala frá upptökum þess hjá ensku/frönsku valdi til
heitra bókmenntareita sem spretta upp síðar í Rússlandi, Indlandi og víðar.
Þetta díalektíska lögmál útskýrir ágætlega yfirráð Hollywood yfir formi
allra mynda hvar svo sem þær kunna að vera gerðar, ekki síst eftir að
Moretti flækir þessa grófu andstæðu „efnis/forms“ með þriðja liðnum,
innfæddri og staðbundinni frásagnarhefð (sama rit).2 Jafnvel þótt rithöf-
undar og kvikmyndagerðarmenn læri árangursríka uppskrift af Charles
Dickens eða D. W. Griffith þá laga þeir hana að eigin menningarreynslu
að hætti heimaræktunar. Þessi „háttur“ beygir staðlaða formið með málfari
sem á sér rætur í munnlegum eða leikrænum frásagnarhefðum. Í kvik-
myndum Vestur-Afríku, kóreska smellinum Chunhyang (2001, Im Kwon-
Taek), og í löngum tökum Kenji Mizoguchi af „leikrænni“ sviðsmynd,
grær kvikmyndin saman við menningarrætur fremur en að hindra vöxt
þeirra. Sambúð þessa (evrópska) miðils og staðbundinna hefða ræktar
kvikmyndaform sem einkennist af málamiðlunum, og eru formin jafn
blönduð og margræð og efnin sem um er fjallað í slíkum myndum.
2 Sjá sérstaklega neðanmálsgrein 25 er varðar munnlegar hefðir í Afríku.
KViKmyNDaatlasiNN