Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 226
226
Tilgáta Moretti um skáldsöguna viðheldur nýlendustefnukortinu af
kvikmyndagerð sem Ella Shohat og Robert Stam snúast gegn í Unthinking
Eurocentrism (1994). Þessi fyrsta, og afar mikilvæga, námsbók um
„Heimsbíó“ vakti okkur til vitundar um menningarstríð sem háð voru með
stíl og þemu að vopni. Æði siðferðileg nálgun þeirra heldur þó á lofti hópi
gáfulegra mynda er einkennast af pólitískri rétthugsun andspænis evrópu-
miðjuðum fjölmiðlaveldum með hnattræn ítök. Eins tilhlýðilegt og þetta
kann að vera þá þarfnast þróunarkort af kvikmyndasögunni betra útsýnis,
og það verður að vera jafnfært um að útskýra vinsælar kvikmyndagreinar
og mistækar arfleifðarmyndir ekki síður en verk sem slegið hafa í gegn hjá
gagnrýnendum. Það er einmitt þetta sem Miriam Hansen leggur til í víð-
tækri grein um „klassíska kvikmyndagerð sem hversdagslegan módern-
isma“ (2000). Sem áhrifamesta og ráðandi aflið í afþreyingarheiminum frá
heimsstyrjöldinni fyrri til loka Kóreustríðsins hið minnsta stuðlaði klass-
íska Hollywood að módernískum blæbrigðum er áttu sér alþýðlegar rætur
fremur en opinberar eða elítískar og var þannig alltaf bæði „alþjóðleg“ og
„hversdagsleg.“ Allar kvikmyndir slegnar í Hollywood eru samþykktar
hvarvetna sem löglegur gjaldmiðill, greyptar með alheimskennimerkinu
„Universal Pictures“ eða fjallinu mesta Paramount (sem í fyrstu römmum
Indiana Jones and the Temple of Doom (1984, Steven Spielberg, Indiana Jones
og musteri hinna dæmdu) leysist upp í Andes-fjöllin). Þessi gjaldmiðill
ábyrgist verðbréfamarkað sem samanstendur af kvikmyndastjörnum og
frásagnarkerfi sem allur heimurinn hefur fjárfest í að því er virðist, að frá-
töldum jaðarmarkaðnum þar sem ólíkar myndir Shohat og Stam ganga
kaupum og sölum. Að fjárfesta í klassískri kvikmyndagerð er þó ekki það
sama og að gleypa gildi hennar í heilu lagi. Alheimstunga hennar gliðnar í
ólíkar viðtökur við strendur þjóða eða landssvæða rétt eins og tilfellið var
eftir fall Babel-turnsins.
Ég hallast að því að taka beri orðaforða Hansen jafnvel enn bókstafleg-
ar en hún gerir sjálf. Klassísk kvikmyndagerð væri þannig hið klassíska
tungumál miðilsins, það er latína. Í upphafi þriðja áratugarins var Holly-
wood fyrst og fremst óskammfeilið keisaraveldi sem bókstaflega lagði
undir sig lönd og álfur þar sem það kom á fót stofnunum til stjórnar þeim.
Latínan er eldri en þjóðtungurnar sem mynduðust við kynni hennar og
staðbundinna talmála, þ. á m. leifar ættbálkatungumála. Á svipaðan máta,
líkt og Moretti hefur bent á, urðu þjóðarbíóin til sem aðgreining frá þeirri
klassísku Hollywood sem þegar hafði hreiðrað vel um sig. Hansen myndi
DuDlEy aNDREw