Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Side 227
227
lýsa Shanghaí-melódrömum fjórða áratugarins eða mexíkóskri kvik-
myndagerð fimmta áratugarins sem „mállýskum“ hins almenna módern-
isma hversdagsins sem átti sér kvikmyndalega miðju í Hollywood. En þar
sem ég beini sjónum að nýlegri atburðum, afrekum þess sem almennt eru
talin vera heimaræktuð bíó í Afríku, á Írlandi og á meginlandi Kína eftir
1975, hallast ég hreinlega að því að nefna þau þjóðtungur. Þær eru skyldar,
en þó andhverfar, hinu eina alheimstungumáli kvikmyndanna, þeirri latínu
klassísku Hollywood sem hvergi er töluð lýtalaust í dag á okkur síðklass-
ísku tímum, en margir minnast með söknuði.
Hansen upphefur réttilega mikilvægi Hollywood með hugtakinu
„hversdagslegum módernisma“ því að þannig tengir Hansen hana hámód-
ernisma þeirra Proust, Joyce, Picasso og Le Corbusier, samfara því að
trompa þá alla með alþýðuvinsældum sínum. Án nokkurrar viðurkenning-
ar tók Hollywood þátt í hreyfiafli því sem við eignum orðræðu útvalinna
listgreina, og hún gerði það á alþjóðavísu þegar borgarbúar um heim allan
svöruðu jafnharðan kalli aðdráttarafls hennar: hraða, frásagnarsundrun,
forræði hins sjónræna, eftirliti, óheftri örvun, siðferðistilslökunum og
fleiru. Umfram þá frumherja andans sem við skjöllum svo mjög var það
Hollywood sem innleiddi módernisma í heiminum. En rannsókn Moretti
á skáldsögunni bendir okkur á að vera á varðbergi fyrir því hvernig hvert
land fyrir sig bæði les og endurskrifar (í eigin framleiðslu) þetta klassíska
form. Nákvæm greining á lykilmyndum frá hvaða stað sem vera skal ætti
að leiða í ljós stríðandi kvikmyndalegan orðaforða og málfræði, líkt og
nýlegar athuganir mínar á kvikmyndagerð í Austur-Asíu eru farnar að
sýna. Á meðan Hansen útfærir tvenndarmynstur þar sem Hollywood
stendur andspænis óteljandi fjölda jaðarbíóa, þá myndi ég flækja kortið
með því að rekja svæðisbundin áhrif sem eru einkar greinileg þegar frá-
sagnarhefðir eru í brennidepli. Þannig væri það ófullnægjandi lýsing á
kvikmyndagerð í Hong Kong og Taívan sem innihéldi aðeins þær augljósu
leiðir sem farnar eru við aðlögun og umbreytingu á Hollywood; hún yrði
jafnframt að skýra tilvist ýmissa asískra persónugerða í fléttunni auk áhrifa
kínverskra og japanskra leiklistarhefða á stíl þeirra. Þjóðtungur umbreyta
hver annarri. Horfið bara á Crouching Tiger, Hidden Dragon (2000, Ang
Lee, Stökkvandi tígur, hulinn dreki)! Gerið enn betur, horfið á hana frá
sjónarhorni áhorfenda á meginlandi Kína sem urðu þeirrar ánægju aðnjót-
andi, eða máttu þola þá gremju, að þremur frábrugðnum leikstílum og
framburðum var stillt upp saman. Án skilnings á hljóðum tungumálsins
birtust þeir okkur í vestrinu sameinaðir með aðstoð þýðingartexta.
KViKmyNDaatlasiNN