Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 228
228
Afstöðukort
Vonin um heildaryfirsýn býr að baki hugmyndinni að atlasnum, þar sem
safnað er saman margþættum en aðgreindum kortum sem útdeila við-
fangsefnum og sýn. En jafnvel óhemju mikill fjöldi korta býr ekki yfir hinu
flókna og endanlega sjónarhorni, sem maður nýtur þegar hnetti er snúið.
Engu að síður hvetur sá skortur á heild sem blasir við á síðum atlassins til
díalektísks skilnings á menningu og stöðu manns innan hennar. Þetta gerir
sögulega túlkun mögulega, að mati Jameson, þar sem sérhvert sjónarhorn
er staðbundið og þar með hlutdrægt. Þetta er mikilvægt ef skilja á þá
sögulegu baráttu sem háð hefur verið um manns eigið „yfirráðasvæði“.
Moretti lét okkur einmitt í té linsuna sem við þörfnuðumst er hann bætti
„innfæddri frásagnargerð“ við díalektískt ferli Jameson þar sem ráðandi
form mætir staðbundnu efni. Er frásögn ekki einmitt það gangverk sem
dregur upp heildarsýn og stýrir frá sérhverjum stað? Meira að segja tækni-
legt atriði á borð við „sjónarhorn“ í kvikmyndum setur fram hugmynda-
fræðilega og stjórnmálalega staðhæfingu, staðsetur bókstaflega þá menn-
ingu sem um ræðir andspænis umheiminum.
Engu að síður hverfur Moretti frá greiningu á sjónarhorni texta, hverf-
ur með öllu frá textum, hörfar til baka þá fjarlægð sem hefðir félagsfræð-
innar krefjast (2000:56).3 Æði undarlegt þegar hann hefur fyrir augum
ákall Jameson um „hugræna kortlagningu“ (e. cognitive mapping). Ætti ekki
næsta skrefið í þessari díalektík að færa hann frá sjónarhóli félagsfræðinnar
einmitt til „sjónarhóls sjónarhólsins“, þ.e. því innra korti sem segja mætti
að textinn sjálfur dragi upp. Allar myndir — og metnaðarfull verk að
úthugsuðu leyti — innihalda og samstilla með dramatískum hætti þau
margvíslegu öfl sem félagsfræðingar draga upp á gröfum. Hví ekki að
skoða kvikmyndina sem kort — hugrænt kort — samfara því að leggja
kvikmyndina á kortið? Hvernig staðsetur fjarlægur skáldskaparheimur
áhorfendur þá andspænis eigin hnattrænu stöðu?
Hver einasta kvikmynd gefur til kynna hnattpólitíska afstöðu, jafnvel
þótt sumar Hollywood-myndir telji sig geta sneitt hjá þessari spurningu
sakir meints alheimssjónarhóls. En á öðrum stöðum — t.a.m. Írlandi — er
afstaða einmitt það sem er í húfi við framsetningu. Svo að gera megi grein
fyrir þeim þverfókus hins staðbundna og hnattræna sem svo margar írskar
myndir notast við, hef ég búið til hugtakið „hálf-flutningur“ (e. demi-
3 Moretti kallar eftir „lestri úr fjarlægð“, sem nauðsynlegu og eftirsóknarverðu við-
horfi sem hin félagslega kortagerð hans kemur til leiðar (2000:56).
DuDlEy aNDREw