Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Qupperneq 229
229
emigration) (sjá Andrew 2002), í von um að draga fram á hversu marg-
breytilega vegu menning getur verið hún sjálf án þess að verða innhverf.
Hvort sem írskar myndir glíma beinlínis við spurningar hnattræns eðlis
eður ei þá er staður menningarinnar í heiminum sýnilegur vandvirkum
greinanda. Skoðið bara hina nýlegu The Mapmaker (2001, Johnny Gogan,
Kortagerðar maðurinn) sem gerist á innri landamærum Írlands þar sem sex
sýslur mætast. Í raun snertir hún sérstaklega eina sýslu, Leitrum, sem
verður með sínum sundruðu íbúum að táknmynd fyrir þjóðina. Á sér-
hverju sviði halda mærin í skefjum þeim öflum sem leggjast hvert gegn
öðru undan því miðsóknarafli sem eru landamærum eðlislæg. Þessi öfl
geta oft verið til óþæginda, jafnvel til kúgunar, og í dag kunna þau að vera
(eða virðast) handahófskennd og óþörf, en landamæri sjá fyrir stöðugri
afstöðu; þau eru sem veggir í húsi fyrir flesta þegna sem búa innan þeirra,
friðþægja fremur en inniloka. Þú getur yfirleitt opnað glugga eða gengið
út um dyrnar á átakastundum. Mikilvægast er að mærin veita því sem ell-
egar væri óendanlegt rými samhengi og skilgreiningu, skipta út útbreiðslu
fyrir dýpt. Það er til írskur atlas sem auðkennir ótrúlegan fjölda sérkenna,
sýslu fyrir sýslu, hérað fyrir hérað (Aelen, Whelan & Stout 1997).
Kennileiti bæði náttúru og manna í landslaginu eru gangaop sem leyfa
bæði heimamönnum og sagnfræðingum að halda á vit fortíðar, og eru
ígildi sögulegrar orðabókar um jörðina. Það sama gildir um venjur talmáls
og hegðunar; takmarkaðir í rými kynslóðum saman drekka þessir rótgrónu
siðir í sig sögu með hverri framkvæmd, og gefa þannig hversdagslífinu
vigt. Náttúruleg mæri líkt og hafsbeltið sem umvefur Írland sýna þetta
ljóslega; söguleg mæri, líkt og þau sem skipta Írlandi í tvennt, eru aðeins
lítið eitt frábrugðin. Staðreyndin er sú að hver einasti þegn þekkir þá til-
finningu að vera kominn handan við vegabréfseftirlitið að loknu ferðalagi.
Frelsistilfinningin ytra, samanburður á hinu ólíka og áþekka, víkur fyrir
tilfinningunni að vera „kominn aftur heim,“ með öllum sínum átökum.
Við getum greint venjur heimkynna okkar sem „habitus“, hampað eða
skopast að sérkennum þeirra, skilið tengsl þeirra við stað og stund.
Kvikmyndir gera sýnilegar venjur og blæbrigði heildarinnar. Jafnt með því
sem þær halda til haga og því sem þær skilja útundan, í umfangi og stíl,
varpa kvikmyndir fram hugrænu korti sem liggur til grundvallar skilningi
þegnanna á heiminum innan landamæra þeirra sem utan.
KViKmyNDaatlasiNN