Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 230
230
Staðfræðikort
Hvernig bregðumst við við afneitun hirðingjanna á kortum? Hirðinginn,
a.m.k. í vel þekktri útfærslu Gilles Deleuze og Felix Guattari á honum,
slítur í sundur tjóðrið sem bundið er við tré sögunnar, og stekkur eftir yfir-
borðinu í átt að óstöðugum sjóndeildarhringnum. Síbreytilegur og snögg-
ur sleppur hann undan kortlagningarásókn nýlenduherrans, skattheimtu-
mannsins og lærða rannsakandans sem ellegar negldu hann niður; hann
tapar sér á ókortleggjandi landsvæði, afl handan framsetningar. Deleuze
sem ólst upp við listrænar kvikmyndir eftirstríðsáranna hafði miklar mætur
á „einkar útlenskum“ myndum sakir einmitt þessara eiginleika, sakir and-
spyrnu gegn þeirri heimsveldisstjórn afþreyingar sem siglir undir flaggi
Hollywood.
Hugtakið „heimsbíó“ er uppfullt af þessari flökkuorku; mörg okkar
laumast nálægt, forvitin, þykir freistandi að prófa það. Við krefjumst þess
alla jafna að bestu myndirnar berist okkur fyrirhafnarlaust. Við fagurkerar
stórborganna leggjum rækt við heillandi, og á stundum hættulega árásar-
gjarnar tegundir af framandi kvikmyndum. Geta slíkar myndir komið
okkur úr jafnvægi á ný? Geta kvikmyndir hafnað því að vera kortlagðar,
hafnað framsetningu á sama veg og sagt er um hirðingja? Geta kvikmynd-
ir ennþá slegið okkur með krafti hins óvænta líkt og Akira Kurosawa,
Satyajit Ray og Jerzy Kawalerovicz gerðu á sjötta áratugnum? Hæðarlínu-
kort gefa til kynna ójafnar útlínur hnattarins, aðskilin lög þar með talin.
Þegar við bætum við þau jarðfræðilegum og haffræðilegum mælivíddum,
láta staðfræðikortin í ljós stritið við að framkalla dýpt, það sem er hulið.
Hugmynd Deleuze um „slétt og fellt flökkurými“ strandar þegar maður
skoðar menningarsamfélög með djúpar „rætur,“ einnig þau sem sloppið
hafa undan athygli okkar.
Frá árinu 1990 hafa hundruð nígerískra handrita (yfir 500 hundruð á
síðasta ári) verið tekin upp á Yoruba og Ibo beint á myndband; VHS-
myndböndin (þeirra eina tilvistarform) ganga kaupum og sölum á borgar-
markaðnum, og síðan er hjólað með þau eftir gömlum verslunarleiðum til
þorpa um allt landið. Engar hátíðir sýna þessar myndir; engir gagnrýn-
endur dæma þær. orðspor þeirra berst mann frá manni innan landamæra
þjóðarinnar og oft þjóðflokka. Þessi vinsælasti ímyndamarkaður á öllu
meginlandi Afríku hefur verið okkur ósýnilegur ... án fulltrúa á skjáum
okkar og þar til fyrir fáum árum ónefndur í fræðum okkar. Þótt hann sé
einn örfárra ímyndaiðnaða er lifa góðu lífi án ríkisstyrkja eru nígerísku
DuDlEy aNDREw