Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Síða 231
231
myndböndin ekki á kortinu. Þau hafa ekki leitað eftir áhuga okkar, ekki
ennþá að minnsta kosti; engu að síður hljóta þau að varða hvern þann sem
grannskoðar skjái í leit að ólíkri sýn á heiminn eða ólíkri beitingu miðils-
ins. Fyrir ekki ýkja löngu endaði ég langa umræðu um afríska kvikmynda-
gerð og tengsl hennar við „hirðingjafræði“ Deleuze á því að nefna einmitt
þessar myndir sem ónefnanlegar, óáhorfanlegar og ókortleggjandi (Andrew
2000). Mér þótti þetta fyrirbæri viðeigandi niðurstaða við hugleiðingar
Deleuze sem jafnframt hafnaði þeim, endimörk er vefengdu hugmyndir
hans. En það var áður en afrit af slíkum myndböndum tóku að birtast í
Lundúnum og öðrum tvíheima-samfélögum, og áður en nígerískir fræði-
menn hömpuðu árangri þessara innfæddu mynda. Núna hefur California
Newsreel, dreifingaraðili jaðarmynda í Bandaríkjunum valið sér eitt dæmi,
Thunderbolt (2001, Tunde Kelani, Þrumufleygur), auðvitað þá flóknustu
sem það gat fundið. Það gerir ráð fyrir því að markaðssetja myndina fyrir
prófessora í Afríkufræðum og mannfræði auk þeirra kvikmyndafræðinga
sem eru sí og æ í leit að annars konar kvikmyndagerð, hvort heldur í von
um að finna þar óspilltari sýn eða óspilltara fólk. Mörg okkar munu kepp-
ast um að skoða þetta líflega fyrirbæri, til að vera fyrst til að segja jafningj-
um okkar frá því, fyrst til að kanna beitingu (vonandi sérviskulega) þess á
miðlinum, sérstaka menningarvirkni þess — í stuttu máli, fyrst til að
kortleggja það.
Niðurstaða
Ég segi hlutina hreint út. Við skiptum heiminum ennþá upp í þjóðir.
Kvikmyndahátíðir flokka þátttakendur ennþá eftir löndum, háskólanám-
skeið eru merkt „japönsk kvikmyndagerð,“ „franskar kvikmyndir,“ og
náms bækur eru prentaðar með titlum sem Screening Ireland, Screening
China, Italian National Cinema, og svo framvegis. En yfirgripsmeiri skiln-
ingur á ímyndamenningu þjóða er handan við hornið, líkt og orðasam-
bönd sem „rótgróinn heimsborgaraháttur“ og „gagnrýnin átthagatryggð“
spá fyrir um. orð sem þessi halda til haga miðflóttahreyfiafli kvikmynda,
en þó án þess að láta af hendi þann sérstaka sameiningarmátt sem kvik-
myndir færa ákveðnum menningarsamfélögum.
Í þessu látlausa reiptogi staðbundinna aðstæðna og víðáttumikils al-
heims, legg ég að vel athuguðu máli mína smávægilegu vigt á vogarskál
þess síðarnefnda. Það er sakir vissu minnar um að bandarískum nemend-
um hafi verið kennt að lofsyngja sjálfsmynd gagnrýnislaust, klappandi full-
KViKmyNDaatlasiNN