Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Blaðsíða 232
232
vissu hennar lof í lófa hvar svo sem hún á vegi þeirra verður, sem tryggingu
fyrir mikilvægustu sjálfsmyndinni, þeirra eigin sem Bandaríkjamanna. Að
baki því lofi sem ausið hefur verið á indverskar kvikmyndir sem nýlega
hafa verið sýndar utan landsteinanna, svo að dæmi sé tekið, má greina
undir niðri létti frá gagnrýnendum og áhorfendum, sem fagna því að geta
hvatt áfram hið staðbundna, jafnvel hið fjölskyldubundna. Það er ekki erf-
itt að fylkja sér um tónlist, kvikmyndagrein, dans og siðvenjur, sérstaklega
þegar hundruð milljóna manneskja fagna einmitt þessum hlutum víðsfjarri
klónum á Hollywood. Í ljósi meðferðarinnar sem Bretum er sýnd í Lagaan
(2003, Ashutosh Gowariker, Landskattur) og þeim sem standa utan fjöl-
skyldu brúðarinnar í Monsoon Wedding (2001, Mira Nair, Monsúngifting)
virðist pólitík Bollywood þó einkennast af útilokunum. Stærri veröld kann
að umlykja drama þessara verka, en hún gerir það í formi níðingsskapar
— með hinu illa Englandi í fyrra tilfellinu, siðlausum Bandaríkjum í því
síðara. Velsæmi reynist vera að finna innan fjölskyldunnar, sem maður til-
heyrir frá fæðingu og er skuldbundinn um aldur og ævi. Án þess að vísa á
bug þeirri samfélagstilfinningu sem slíkar myndir rækta, eigum við virki-
lega að sýna því hluttekningu hvernig þær baða sig, af slíkri sjálfsánægju, í
því sem er óskammfeilin auglýsing á eigin sjálfsmynd? Yfirgripsmeiri sýn
myndi staðsetja samfélagshollustu í félagslegu og landfræðilegu landslagi
sem hefði pláss fyrir annars konar sjónarmið. Sjáið bara hina sögufrægu,
þótt afar umdeild sé, Sholay (1975, Glæður) sem notar söng og staðbundna
helgisiði til að byggja samfélag úr litrófi þorpsbúa, ræningja, ríkisembætt-
ismanna, og jafnvel útlendinga.4 Það Indland sem maður tilheyrir í Sholay
er opnara en það í Lagaan; persónur þess tengjast sem samborgarar fremur
en fjölskyldumeðlimir. Samningaumleitanir, málamiðlanir og jafnvel laga-
legur ágreiningur lýsa Indlandi sem innbyrðis ólíku, landi sem allar pers-
ónur sýna mótsagnakennda hollustu, en hollustu þó. Slíkt Indland starfar,
og starfar með öðrum, af meiri skarpskyggni og gagnrýni í því sem er
einkar lagskipt veröld, en sameinuð og sjálfsánægð þjóðar-fjölskylda
myndi gera.
Einnig mætti taka Amélie (2001, Jean-Pierre Jeunet) sem dæmi en hún
hefur reynst bæði almenningi og ófáum gagnrýnendum hjartfólgin. Hugg-
unin sem hún óneitanlega veitir er huggun hins kunnuglega. Engir útlend-
4 Jafnvel þegar þessi mynd veldur úlfúð er tekist á um stór málefni. Sjá Z. Saddar
(1998) „Dilip Kumar made me do it,“ í A. Nandy (ritstj.) Secret Politics of Our
Desire: Innocence, Culpability, and Indian Popular Cinema. New York: Zed Books,
19–91.
DuDlEy aNDREw