Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Qupperneq 233
233
ingar skíta út þá „þjóðernishreinsuðu“ París sem þar birtist á Montmartre-
hæðinni og á óviðjafnanlegum kaffihúsum götuhornanna, þar sem litla
fólkið nýtur hins sérstaka franska smekks. Til samanburðar boðar Jules et
Jim (1961, François Truffaut, Jules og Jim), ímynd sem vísað er beint til í
Amélie, spennu í titli sínum. Sígild ástarsaga hennar býr yfir hnattpólitískri
vídd. okkur er tjáð að Catherine eigi enska móður og hafi stundað nám í
München. Heimsstyrjöldin fyrri skiptir atburðarásinni í tvennt og Aust-
urríki og Frakkland mynda tvær miðjur hennar. Áhugavert er að sá friður
sem Jules, Jim og Catherine hafa hlúið að frá la belle epoche er úti jafn skjótt
og persónurnar þrjár horfa á fréttaræmu af Þjóðverjum fagna þjóðarein-
ingu með bókabrennu og hreinsa burtu óhreinindi mismunarins.
Leyfið mér að líta í síðasta skipti aftur til írskrar kvikmyndagerðar þar
sem svo greiðlega er hægt að reikna út hvernig afurðir hennar beinast inn
á eða út á við. Myndir sem fjalla um heimkomu á borð við Far and Away
(1992, Ron Howard, Í fjarska) eða This is My Father (1998, Paul Quinn,
Þetta er faðir minn) sýna móður Írland sem ættbálk ef ekki fjölskyldu. Hvað
svo sem manni þykir annars um The Crying Game (1992, Neil Jordan), er
þar aftur á móti horft frá sérstöku írsku sjónarhorni á marglaga veröld,
veröld bugaða af stétt, trú, kynhneigð og þjóðarmeinloku. Neil Jordan er
hálf-flytjandi, írskur en veraldlegur.
Forgangsröðun mín er skýr: það verður stöðugt að benda bandarískum
nemendum á að vera meðvitaðir um þá alþjóðlegu vídd sem gefin er til
kynna, eða kæfð, í þeim erlendu kvikmyndum sem þeim eru sýndar. Það
sama þarf ekki að eiga við áhorfs-þegna frá þessum erlendu löndum.
Þegnar Indlands, Frakklands og Írlands gætu í staðinn þurft að viðhalda
áherslunni á sérstöðu (það er þjóðerni) þess alþjóðlega sjónarhorns sem
finna má í kvikmyndum gerðum innan landamæra þeirra. Mæri eru dyra-
gættir ekki síður en veggir. Rannsóknir á þjóðarbíóum ættu að skoða hvaða
möguleika landamæri bjóða upp á, ásamt því hvernig kvikmyndir koma og
fara. Þannig varðveita landamæri Írlands, líkt og gler gróðurhússins, hita
allra þeirra mynda sem sýndar hafa verið og ræddar innan þjóðarinnar,
þótt flestar þeirra hafi komið utan frá. Innlend framleiðsla kann að vera
aðeins lítið hlutfall af miðasölu, en sú þýðingarmikla athygli sem hún fær
sakir glímu við staðbundin efni eykur hitastuðul hennar svo mjög að soðið
getur upp úr. Engu að síður verður að nálgast fyrirbæri sem írskt þjóðar-
bíó, hvort sem það er numið í bandarískum eða írskum háskólum, frá
hnatt pólitísku sjónarhorni sem nær ekki aðeins til Hollywood og Bretlands
KViKmyNDaatlasiNN