Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 234
234
heldur líka meginlands Evrópu. og Asíu líka. Það er nefnilega svo að
ímyndir stunda viðskipti í heimsgjaldmiðli jafnvel þegar þær draga upp
mynd af litlu hverfi nokkurra persóna og aðstæðna, líkt og drama Cathal
Black sem gerist í þorpinu Donegal á sjötta áratug 20. aldar, og heitir
Korea (1995, Cathal Black, Kórea). Undir þrýstingi landamæra seilast
sterkar kvikmyndir eftir og bregðast við alþjóðlegu augnaráði. Þannig er
díalektík kvikmyndarinnar háttað í dag, og ég myndi halda því fram að
þannig hafi því alltaf verið farið.
Hið frjóa leikrit Brian Friel, Translations (1980, Þýðingar), nefnir í titli
sínum og útfærir í fléttu sinni einmitt þessi viðskipti. Það gerist á Írlandi
árið 1833 þegar Bretar lögðust í gerð fyrsta heildarjarðamats sögunnar af
ástæðum er höfðu að gera með skattheimtu og hernaðaröryggi. Samræður
á milli breskra landmælingamanna og írskra þegna um hvað liggi til
grundvallar stað, nafn, jarðfræðileg lögun, mörk, eða verðmæti, dram-
atísera spurningar er varða heimsbíó: baráttuna um tungumál, menntun,
land, trú, eftirlit bókstaflega og sjálfsmynd. Leikrit Friel kortleggur á
áhrifaríkan máta viðhorf til kortlagningar, og það í rými sem einkennist af
átökum. Hver aðili þekkti landsvæðið á ólíkan hátt.
Nám í heimsbíói á að kenna okkur að þekkja landsvæðið á ólíkan hátt,
óháð því frá hvaða landssvæði kvikmyndin er komin eða varðar. Í dag
þegar hin stafrænu sætindi freista kvikmyndagerðarmanna og áhorfenda á
vit sýndarveruleikans, snýr heimsbíóið okkur einmitt aftur til jarðar, þar
sem búið er í mörgum heimum sem skynjaðir eru samtímis. Ákveðin gerð
kvikmyndar heldur áfram að minna okkur á þá margbrotnu samkennd,
áþreifanlega og tengda, sem myndar „Lífið á jörðinni.“ Það er, vel á
minnst, titillinn á afrískri kvikmynd sem myndi sóma sér vel sem upphafs-
eða lokapunktur á hvaða rannsókn sem er á þessu ægimikla og heillandi
viðfangsefni.
HEIMILDASKRÁ
Abel, R. (1999) The Red Rooster Scare. Berkeley: University of California Press.
Aelen, F. H. A., K. Whelan og M. Stout (ritstj.) (1998) Atlas of the Irish Rural
Landscape. Cork: Cork University Press.
Andrew, D. (2000) „The Roots of the Nomadic: Gilles Deleuze and the Cinema
of West Africa,“ í G. Flaxman (ritstj.) The Brain is the Screen. Minneapolis:
University of Minnesota Press, 215–49.
– (2002) „The Theater of Irish Cinema,“ Yale Journal of Criticism, 15, 1, 24–58.
DuDlEy aNDREw