Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 24
24
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTEINN ÞORVALDSSON
But, with mien of lord or lady (7.)
Though thy crest be shorn and shaven (8.)
Till I scarcely more than muttered (10.)
Startled at the stillness broken (11.)
Tell this soul with sorrow laden (16.)
Stuðlarnir í þessum vísuorðum geta tæpast verið tilviljun, enda var formræn
bygging og hnitmiðun ljóða skáldinu afar hugleikin og um það efni skrifaði
hann kunnar ritgerðir.11 Línuhelmingar Poes samsvara hver um sig ljóðlínu
í íslensku þýðingunum; í framangreindum dæmum er hver þeirra þá sér um
ljóðstafi, sem er auðvitað þekkt í íslenskum kveðskap. Þessir stuðlar tengjast
ekki höfuðstaf í frumtextanum, þótt íslenskur lesandi geti greint slíka teng-
ingu í eftirfarandi dæmi (þar er um endurtekningu orðs að ræða, en endur-
tekningar eru áberandi stíleinkenni á ljóðinu):
From my books surcease of sorrow – sorrow for the lost Lenore – (2.)
Einnig má finna dæmi um það sem kallast myndi ofstuðlun í íslenskum
kveðskap, t.d.:
‘Surely,’ said I, ‘surely that is something at my window lattice (6.)
What this grim, ungainly, ghastly, gaunt, and omnious bird of yore (12.)
On this home by Horror haunted (15.)
Slík hljómræn samþjöppun á augljóslega að vera til vitnis um þá ólgu innra
með ljóðmælanda sem vaknar við hina óvæntu heimsókn. Form kvæðisins er
að þessu leyti samofið andlegum hræringum ljóðmælandans; í hrynjandinni
og hinu ómstríða rímmynstri býr þungi og ákafi sem tengist geðshræringum
hans og þeirri örvæntingu sem fær útrás undir lok kvæðisins og virðist hafa
hreiðrað endanlega um sig í hinu „kyrra“ lokaerindi. Þetta er þó ekki eina leiðin
til að túlka tengsl forms og inntaks í þessu ljóði, því að frá öðru sjónarhorni
má einnig benda á mótsögn milli hins fastmeitlaða forms, sem „rammar“ inn
efnið, og mannshugans sem fer úr skorðum og finnur hvergi festu. Kannski
var hann ólgandi fyrir, og lætur fuglinn kalla fram sálrænt skipbrot sitt í ferli
sem Poe, í sinni eigin túlkun á kvæðinu, kenndi við sjálfspíslir.12
11 Af þessum ritsmíðum er sérstök ástæða til að nefna „The Philosophy of Composition“
og „The Poetic Principle“.
12 Edgar Allan Poe, „The Philosophy of Composition“, Selected Writings of Edgar Allan
Poe (sbr. nmgr. 1), bls. 480–492, hér einkum bls. 491.