Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Side 57
57
ÉG GET EKKERT SAGT
á glens, tefli þeir saman tvenns konar römmum; svissi með öðrum orðum á
milli hversdagslegra hugmyndamynstra sem eru viðtekin í ákveðnu félags-
legu eða þjóðfélagslegu samhengi og annarra sem rekast á þau fyrri, rífa
þau niður, eða afhjúpa að minnsta kosti takmarkanir þeirra. Hugsanaferlinu
hefur verið jafnað saman við velheppnaða líkingu.10 Í einföldum húmor eins
og bröndurum kemur niðurrifsramminn gjarna til sögunnar í blálokin með
leiftrandi lokasetningu; þegar írónía á í hlut rekst annar ramminn oft á hinn
viðstöðulaust frá upphafi til enda. Rammaskipti hefur það verið nefnt þegar
menn þurfa að skipta milli ramma og endurskoða fyrri skilning sinn.11
Í ljóðinu „Ég get ekkert sagt“ má sjá að húmorinn rís einmitt af árekstri
tveggja ramma; gegn viðteknu hugmyndatengslunum um fáa sem þurfa að
segja sig frá tilteknu máli vegna vensla, teflir Anton Helgi öðrum um marga
vanhæfa. En hann lætur ekki þar við sitja heldur þenur nýja rammann út
ad absurdum í framvindu ljóðsins og kemur aldrei með neina lausn. Þannig
eykur hann á ónot lesenda og ýtir undir ímyndunarafl þeirra uns þeir geta
séð fyrir sér samfélag þar sem enginn getur nokkurn tíma sagt nokkurn
skapaðan hlut sem nokkru skiptir.
Í öðrum ljóðum Antons Helga blandast húmor og írónía og þá stundum
á einkar útsmoginn hátt:
Þótt ég hafi tæmt sparibauk barnanna
horfi ég stolt framan í heiminn
ég er ennþá Íslendingur
ég á ennþá nokkur hundruð
þúsund tonn af þorski í hafinu.
UCSD-98.03, október 1998, Department of Cognitive Science, UCSD, San Diego,
CA, 92093-01-515; David Ritchie, „Frame-shifting in Humor and Irony“, Metaphor
and Symbol, 2005, 20:4, bls. 275–294.
10 Sjá David Ritchie, „Frame-shifting in Humor and Irony“, bls. 292.
11 Hugmyndina um rammaskipti (e. frame-shifting), má rekja til Seana Coulson. Hún
gerir ráð fyrir að eitt einkenni sköpunar í máli sé að menn ,taki á merkingar-stökk‘ (e.
semantic leaps), þ.e. grípi til framsetningar sem miðli merkingu er stingur ekki í augu
(e. nonobvious meanings). Rammaskiptin tengir hún meðal annars blöndun, og vísar til
skrifa Fauconniers og Turners, svo og Langackers, sjá t.d. Coulson, Semantic Leaps:
Frame-Shifting and Conceptual Blending in Meaning Construction, Cambridge: Cam-
bridge University Press, 2001, t.d. bls. 2, 3, 31–90; 115 o. áfr. David Ritchie notar
hins vegar orðið rammaskipti í samræmi við þann skilning sem hann leggur í ramma,
sjá David Ritchie, „Frame-shifting in Humor and Irony“, bls. 290.