Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 64
64
BERGLJÓT SOFFÍA KRISTJÁNSDÓTTIR
Hann er hérna morðinginn.
Líka hann er hér á meðal okkar.
Ég heilsaði
ég hugsaði
þetta er höndin sem reiddi til höggs
fyrir tuttugu árum.
Raustin sem upphefur mál sitt gæti örskotsstund orkað sem rödd persónu í
glæpasögu. Hátíðleikinn sem tekur við í annarri ljóðlínu er hins vegar slíkur –
vegna orðaraðar og forsetningarliðarins „á meðal okkar“ – að frekast minnir
á biblíuna. Því geta sótt á einhverja miður notalegar athugasemdir gamla
testamentisins um morðingja. Í ofanálag stuðlar klifunin á þriðju persónu-
fornafninu „hann“ að því að ,afmennska‘ enn frekar þann einstakling sem er
sviptur obbanum af sögu sinni og ekki gefin önnur einkunn en sú sem teng-
ist einu verki hans um dagana: „morðinginn“. Því má ætla að tilfinningavið-
brögð manna við ljóðlínunum markist nokkuð af almennri samlíðunarhæfni
þeirra.
En með erindaskiptunum breytist sjónmiðið. „Morðinginn“ er ekki
lengur í brennidepli heldur ljóðmælandinn sjálfur sem talar í fyrstu persónu
og lýsir eigin gerðum og þönkum. Hann bregður fyrir sig tveimur ótengdum
aðalsetningum í röð með nákvæmlega sömu formgerð – 1. persónu fornafni
og veikri sögn í þátíð – þannig að tengsl kveðju og hugsunar kristallast nánast
í tvenns konar klifun. En það er þó hið ósagða sem sennilega orkar sterkast
á viðtakendur; af framhaldinu má draga þá ályktun að ljóðmælandinn hafi
heilsað morðingjanum með handabandi og þar með er komin forsenda til að
lesandi eða áheyrandi skynji sjálfa snertinguna og kenndir sem henni fylgja;
snertinguna sem getur óðara af sér hugsunina í lokaljóðlínum erindisins.
Nýlegar rannsóknir styrkja slíka túlkun. Líkami manna bregst ekki aðeins
við þegar þeir sjá aðra athafna sig, segjum borða mat – þá setur hreyfikerfið
sig í stellingar eins og þeir séu líka að borða – heldur er eftirlíking einnig
forsenda samlíðunar (e. empathy) og færð hafa verið rök að því að hermun
mannslíkamans (e. embodied simulation) marki félagsleg samskipti manna, þar
með talið tungumálið allt frá sviði taugafruma til inntaks hugtaka.22
22 Hér snýst málið enn um spegilfrumurnar, sbr. t.d. Vittorio Gallese, „Before and
below ‘theory of mind’: embodied simulation and the neural correlates of social
cognition“, Philosophical Transactions, The Royal Society, B. 2007, 362 (1480), bls.
659–669, sjá einkum bls. 667; Vittorio Gallese og George Lakoff, „The Brain‘s