Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 78
78
GUÐNI ELÍSSON
hafinnar þjáningar hefur verið skipt út fyrir nýrri hjálpartæki dauðans, sem
samræmast betur nútímakröfum og eru innan seilingar? Lesandinn væri þá
um leið minntur á rætur trúarinnar í pínunni. Gróteskt myndmál hennar
er sótt í sjálfsmorðskúltúr frumkristinna söfnuða, þar sem píslarvættisdauði
var álitinn trygging fyrir lífi með drottni29 og þar sem sviplegur dauðdagi
skaðaði ekki þegar áform voru uppi um að hefja einhvern í tölu hinna sælu.
Í „þrettándagöngu“ særir Sjón öðrum þræði fram drauga kristindómsins,
sem menn koma sér gjarnan hjá að ræða í sótthreinsuðu samhengi nútíma-
trúarlífs,30 um leið og hann ýjar að þeim fagurfræðilegu víddum sem umlykja
myndmálið allt, þrána eftir heimsrofi.31
Trúarlegt samhengi endalokahyggjunnar32 hefur smitast út í almenna
samfélagsumræðu og er þar ekki bundið við þær ólandslýsingar (e. dystopia)
sem finna má í bókmenntum og kvikmyndum,33 heldur víða annars staðar,
t.d. í lýsingum á vígbúnaðarkapphlaupinu og í umfjöllun um alvarlegar um-
hverfisbreytingar.34 Sjón gerir sér grein fyrir þessum dómsdagsskírskot-
unum ljóðsins því hann segir ámátlega skrúðgönguna koma niður götu
ljóðmælandans „tuttuguogþremur sekúndum / fyrir miðnætti“.35 Á þennan
hátt vekur hann hugrenningatengsl við dómsdagsklukku þá sem kynnt er
af tímaritinu Bulletin of the Atomic Scientists en staða sekúnduvísanna þar
29 Um þetta má m.a. lesa í bók Arthurs J. Droge og James D. Tabor, A Noble Death.
Suicide & Martyrdom Among Christians and Jews in Antiquity, SanFrancisco: Harper,
1992, sjá sérstaklega kaflann „The Crown of Immortality“, bls. 129–165.
30 Ég fjalla um hvernig reynt hefur verið að hafna rótum kristinnar hugmyndafræði í
krossfestingunni í grein minni „Hafinn og strengdur á harðan kross var herrans búk-
urinn hreini: Pína og lausn í tilefni af Píslarsögu Krists eftir Mel Gibson“, Engill tímans,
ritstj. Eiríkur Guðmundsson og Þröstur Helgason, JPV Forlag, 2004, bls. 28–50.
31 Alltof flókið væri að ræða fagurfræðilegt samhengi sjálfsmorðsins í menningarlegum
skilningi í svo stuttri grein, en það er rauður þráður í nútímafagurfræði, frá rómantík
til symbólisma og súrrealisma. Fred Cutter hefur skrifað forvitnilega bók um efnið,
Art and the Wish to Die, Chicago: Nelson-Hall, 1983.
32 Um það má meðal annars lesa í Martha Himmelfarb, The Apocalypse. A Brief History,
The Atrium, Southern Gate, Chichester, West Sussex: Wiley, Blackwell, 2010.
33 Sjá t.d. eftirtaldar tvær bækur um endalokamyndmál í bandarískri kvikmyndagerð:
Wheeler Winston Dixon, Visions of the Apocalypse: Spectacles of Destruction in Am-
erican Cinema, London og New York: Wallflower Press, 2003; og Kirsten Moana
Thompson, Apocalyptic Dread. American Film at the Turn of the Millennium, Albany:
State University of New York Press, 2007.
34 Shierry Weber Nicholsen, The Love of Nature and the End of the World. The Unspoken
Dimensions of Environmental Concern, Cambridge, Massachusetts og London: The
MIT Press, 2002; Simon Pearson, The End of the World: From Revelation to Eco-Dis-
aster, London: Robinson, 2006.
35 Sjón, „þrettándaganga“, myrkar fígúrur, bls. 27.