Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 95
95
SÖNGVARINN LJÚFI
skrítinn litur á skúfum og stingi í stúf við klæðnað íslenskra kvenna.25 Í grein-
inni „Með rauðan skúf“ ræða þau Dick Ringler og Áslaug Sverrisdóttur þessa
breytingu og telja hana til mikilla bóta þar sem kvæðið hafi áður ekki verið
annað en „einfalt og blátt áfram kvæði um vorkomuna“.26 Í túlkun þeirra
vísar rauði skúfurinn til rauðu húfunnar, „bonnet rouge“, sem borin var sem
frelsistákn í frönsku byltingunni 1789 og endurvakin sem slík um 1830. Það
segja þau að megi m.a. sjá hjá Heine, í eftirmálanum að Reisebilder, sem þeir
Jónas og Konráð þýddu hluta úr og birtu í fyrsta árgangi Fjölnis 1835. Með
vísuninni í „bonnet rouge“, eða „die rote Mütze“, sem þeir Konráð og Jónas
þýða með „skotthúfunni rauðu“27 verður stúlkan í kvæðinu að „táknrænni
kvenímynd sem stendur fyrir frelsi eða frjálsræði“.28 Til samræmis við það
telja þau að söngvaranum hafi verið breytt í vorboðann sem með vindunum
sunnan frá Frakklandi komi með skilaboð um pólitískt vor á Íslandi með
fyrirheiti um nýja pólitíska skipan. Það sem þau Dick Ringler og Áslaug
Sverrisdóttir athuga ekki, í annars vandaðri grein, er að „bonnet rouge“ var
í frönsku byltingunni eingöngu borin af karlmönnum29 og hjá þeim Heine,
Jónasi og Konráði tilheyrir hún auk þess hirðfífli og er hreint grín. Allt um
það kann vel að vera að Konráð hafi munað eftir þessari rauðu skotthúfu úr
þýðingu þeirra Jónasar á Heine, hafi líkað við orðið á sama hátt og sumardal-
inn í þýðingu Jóns á Bægisá, og lagt til þessa breytingu með gleiðletri á síð-
ustu stundu.
Í skýringum við „Ég bið að heilsa“ í útgáfunni á kvæðum Jónasar í eigin-
handarriti bendir Ólafur Halldórsson á nafnlaust kvæði sem er ort tveimur
árum eftir lát Jónasar og sýnir að höfundur hefur þekkt kvæði hans eins og
það er í eiginhandarritinu.30 Þetta kvæði er til í tveimur uppskriftum og hefur
25 Í fræðilegri úttekt á litum skúfa í viðauka með grein þeirra Dicks Ringler og Áslaugar
Sverrisdóttur kemur fram að á fjórða og fimmta áratug 19. aldar voru grænir silki-
skúfar nánast allsráðandi á skotthúfum íslenskra kvenna. Sbr. „Með rauðan skúf“,
bls. 300–301.
26 Dick Ringler og Áslaug Sverrisdóttir, „Með rauðan skúf“, bls. 290.
27 „Frá Hæni“, Fjölnir, 1. ár, 1835, bls. 140–144, hér bls. 144.
28 Dick Ringler og Áslaug Sverrisdóttir, „Með rauðan skúf“, bls. 287.
29 Með greininni birta þau að vísu mynd af frægu málverki eftir franska málarann
Delacroix af frelsisgyðju með rauða húfu, blaktandi fána og skotvopn að hvetja hóp
fallandi karla. Þetta málverk telja þau að Jónas kunni að hafa þekkt af lýsingu Heines
í bók hans um franska málara. Dick Ringler og Áslaug Sverrisdóttir, „Með rauðan
skúf“, bls. 284–286.
30 Ólafur Halldórsson, „Athugasemdir og skýringar“, Kvæði Jónasar Hallgrímssonar í
eiginhandarriti, bls. 308–316, hér bls. 312. Í bréfi til Páls Melsteð, dagsettu í Kaup-
mannahöfn 5. júlí 1844, skrifar Jónas: „Ég hafði fyrirvarann í vor og sendi kveðju