Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 211

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 211
211 HREIÐUR, SKELJAR, KENNILEITI „Húsið skýlir dagdraumum.“ En hann hugsar ekki aðeins um múrsteina og steypu. „Kjarna hugmyndarinnar um heimili er að finna í öllum rýmum sem virkilega er búið í.“ Þegar við sannarlega búum í heiminum, þá verður hann okkar samastaður. Með sannri íveru er lögð áhersla á nauðsyn þess að vera reiðubúinn að horfa á og hlusta á heiminn. Með því að sleppa takinu á sjálfinu uppgötvar maður dýpra sjálf. „Til að læra að þekkja nánd ríður meira á að finna sinn stað í rými inni- leikans en ákveða dagsetningar,“ skrifar Bachelard. Ljóð John Clare eru alfarið helguð því að leita uppi staðina þar sem hann finnur til nándar við heiminn. Ljóðið ‚Hola tréð‘ býður upp á það sem Bachelard kallar „upp- runalega mynd“ en í henni endurheimtum við „staði til að vera á, hús þar sem vissa mannverunnar um að hún sé til kemur saman á einum stað“ þannig að „við fáum það á tilfinninguna að í myndum, sem eru jafn stað- fastar og þessar, gætum við hafið nýtt líf, líf sem væri okkar eigið, tilheyrði okkar innsta kjarna“. Fyrir manninn er hola tréð bæði almenningsskýli og kofi einbúa. Í huga Bachelards fær kofi einbúans eðli sitt, úr spennunni sem býr í kjarna hans, sem er hinn sami og sagnarinnar „að eiga heima“ (e. to inhabit). Kofinn verður samstundis miðja einverunnar, „því í heimi goðsagna er engin nálægur kofi“. Í náttúrunni veitir hola tréð í sama mund vernd líkt og skel. Svo aftur sé vitnað í Bachelard: „Skel snigilsins, húsið sem vex með íbúa sínum, er eitt af undrum veraldar … Skelin er skýrasta sönnun þess að lífið getur myndað form.“ Og Clare: Hann safnaði sniglum eða skeljum snigla og dáðist himinlifandi að fjölbreytileika og flóknum formum þeirra. Hola tréð er því ekki aðeins ímynd heimilis, heldur heimilis-í-heiminum. Og það sem meira er, heimi sem einhver býr í og vinnur með en er ekki aðeins dáðst að utan frá: Askurinn er „stýfður“, sem merkir að hoggið hefur verið af trénu. Það er að segja, greinar sem náðu hærra en tíu fet frá jörðu hafa verið hoggnar af og nýjum leyft að vaxa til hagsbótar fyrir hagkerfi staðarins. En um leið er hinn fallni askur í ljóðinu enn til sem táknmynd: Hann er aðeins til á blaði, leifum fyrrverandi viðartrefja, og í ímyndun skálds- ins og lesandans. Önnur skel Clares – sem bæði verndar hann og skilur frá upprunalegum dvalarstað sínum – er ljóðið sjálft, ort í rúnuðu formi greinamerkjalausrar sonnettu. Lifir Clare á staðnum eða í ljóðinu? Hann er heima og að heiman í senn, tilheyrir og skrifar og þaðan kemur dýpt hans sem skálds sem er og er ekki. Ljóð Clare eru hringlaga. Sonnettan ,Emmonsails-heiði um vetur‘ [‚Emmonsails Heath in Winter‘] fylgir hreyfingum laufblaðs og kvists og fugls sem rís, dýfir sér og vefur sig inn í rólegt landslagið. Ljóðinu lýkur á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.