Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 211
211
HREIÐUR, SKELJAR, KENNILEITI
„Húsið skýlir dagdraumum.“ En hann hugsar ekki aðeins um múrsteina
og steypu. „Kjarna hugmyndarinnar um heimili er að finna í öllum rýmum
sem virkilega er búið í.“ Þegar við sannarlega búum í heiminum, þá verður
hann okkar samastaður. Með sannri íveru er lögð áhersla á nauðsyn þess að
vera reiðubúinn að horfa á og hlusta á heiminn. Með því að sleppa takinu á
sjálfinu uppgötvar maður dýpra sjálf.
„Til að læra að þekkja nánd ríður meira á að finna sinn stað í rými inni-
leikans en ákveða dagsetningar,“ skrifar Bachelard. Ljóð John Clare eru
alfarið helguð því að leita uppi staðina þar sem hann finnur til nándar við
heiminn. Ljóðið ‚Hola tréð‘ býður upp á það sem Bachelard kallar „upp-
runalega mynd“ en í henni endurheimtum við „staði til að vera á, hús þar
sem vissa mannverunnar um að hún sé til kemur saman á einum stað“
þannig að „við fáum það á tilfinninguna að í myndum, sem eru jafn stað-
fastar og þessar, gætum við hafið nýtt líf, líf sem væri okkar eigið, tilheyrði
okkar innsta kjarna“. Fyrir manninn er hola tréð bæði almenningsskýli og
kofi einbúa. Í huga Bachelards fær kofi einbúans eðli sitt, úr spennunni sem
býr í kjarna hans, sem er hinn sami og sagnarinnar „að eiga heima“ (e. to
inhabit). Kofinn verður samstundis miðja einverunnar, „því í heimi goðsagna
er engin nálægur kofi“. Í náttúrunni veitir hola tréð í sama mund vernd líkt
og skel. Svo aftur sé vitnað í Bachelard: „Skel snigilsins, húsið sem vex með
íbúa sínum, er eitt af undrum veraldar … Skelin er skýrasta sönnun þess
að lífið getur myndað form.“ Og Clare: Hann safnaði sniglum eða skeljum
snigla og dáðist himinlifandi að fjölbreytileika og flóknum formum þeirra.
Hola tréð er því ekki aðeins ímynd heimilis, heldur heimilis-í-heiminum.
Og það sem meira er, heimi sem einhver býr í og vinnur með en er ekki aðeins
dáðst að utan frá: Askurinn er „stýfður“, sem merkir að hoggið hefur verið af
trénu. Það er að segja, greinar sem náðu hærra en tíu fet frá jörðu hafa verið
hoggnar af og nýjum leyft að vaxa til hagsbótar fyrir hagkerfi staðarins.
En um leið er hinn fallni askur í ljóðinu enn til sem táknmynd: Hann
er aðeins til á blaði, leifum fyrrverandi viðartrefja, og í ímyndun skálds-
ins og lesandans. Önnur skel Clares – sem bæði verndar hann og skilur
frá upprunalegum dvalarstað sínum – er ljóðið sjálft, ort í rúnuðu formi
greinamerkjalausrar sonnettu. Lifir Clare á staðnum eða í ljóðinu? Hann er
heima og að heiman í senn, tilheyrir og skrifar og þaðan kemur dýpt hans
sem skálds sem er og er ekki.
Ljóð Clare eru hringlaga. Sonnettan ,Emmonsails-heiði um vetur‘
[‚Emmonsails Heath in Winter‘] fylgir hreyfingum laufblaðs og kvists og
fugls sem rís, dýfir sér og vefur sig inn í rólegt landslagið. Ljóðinu lýkur á