Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 10
9
Kjósarsýslu á árunum 1862–1874. dag einn árið 1864 þegar hann var á
ferð frá Hafnarfirði til Reykjavíkur hljóp hestur sem rekinn var áfram af
Hafliða ingimundarsyni, vinnumanni í Hvassahrauni, fram hjá sýslumann-
inum svo á hann slettist „skarn“. Sýslumaður skipaði Hafliða að ríða ann-
aðhvort á undan sér eða eftir þar sem hrossarekstur hans gerði ferð sína
„ógreiðari“. Hafliði óhlýðnaðist hins vegar þessari skipun og reið samhliða
sýslumanni alla leið. Hann var fyrir vikið dreginn fyrir dóm, sem dæmdi
hann í 5 ríkisdala sekt fyrir að neita að hlýða „forsvaranlegri og löglegri
skipan hins rjetta hlutaðeigandi yfirvalds“.10
Samskipti Hafliða og sýslumanns eru dæmi um valdaafstæður þar sem
hinn „valdalausi“ vinnumaður andæfir valdboðinu. Hafliði hefði getað
hlýtt skipun sýslumannsins, hann hefði getað flúið af vettvangi, hann hefði
getað beðist afsökunar. En hann gerði það ekki. Hann kaus að beita sér
innan þeirra valdaafstæðna sem hann var hluti af með því að afneita vald-
boðinu. Vald „mikilmenna“ eins og sýslumanna er þannig háð viðbrögð-
um „valdalítilla“ undirsáta á borð við Hafliða og það mótast af tengslum
þeirra á milli en ekki eingöngu ólíkri félagslegri stöðu þeirra. Í meðförum
Gísla Ágústs Gunnlaugssonar er þetta atvik hins vegar aðeins túlkað sem
staðfesting á valdi embættismanna og því hversu annt þeim var „um að
tryggja samfélagslegan aga“.11 Frá öðru sjónarhorni má hins vegar líta á
hegðun Hafliða, sem ég vil kalla andóf, sem einn af þeim möguleikum sem
fólust í valdaafstæðum daglegs lífs Íslendinga á nítjándu öld, möguleikum
sem of sjaldan er gefinn gaumur í íslenskri sagnritun.
Víða erlendis hefur hugtakið ‚andóf‘ (e. resistance) verið miðlægt í
ýmsum greinum hug- og félagsvísinda undanfarna þrjá áratugi. Að hluta til
má rekja þá áherslu til ákveðinnar endurskoðunar á hugtakinu, sem hefur í
síauknum mæli verið notað á fremur lausbeislaðan hátt sem regnhlífarhug-
tak fyrir hvers kyns hegðun sem á einhvern hátt felur í sér óhlýðni eða
uppreisn.12 Um þessa notkun hugtaksins ríkir ekki fræðileg sátt og kenni-
legar deilur fræðimanna um hugtakið snúast meðal annars um það hvort
þörf sé á afmarkaðri og fastmótaðri skilgreiningu á því eða ekki. Tilgangur
10 Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Því dæmist rétt að vera: Afbrot, refsingar og íslenskt
samfélag á síðari hluta 19. aldar, Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, 1991,
bls. 79.
11 Sama heimild, sama stað.
12 John Gledhill, „introduction: A case for rethinking resistance“, New Approaches to
Resistance in Brazil and Mexico, ritstj. John Gledhill og Patience A. Schell, durham:
duke University Press, 2012, bls. 1–20; Jocelyn A. Hollander og Rachel L. Ein-
wohner, „Conceptualizing resistance“, Sociological Forum 4/2004, bls. 533–554.
SKiN oG SKUGGAR MANNLÍFSiNS