Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 66
65
að fólk eigi að fá ólíka meðferð eftir samfélagsstöðu. Skoðanamótun líf-
valdsins þyrmir nefnilega ekki einu sinni hinu lagalega jafnrétti og kannski
síður en svo; þar sjást norm ójöfnuðar kannski einna best.61 dæmi um
slíkt er þegar laganna verðir ljóstra upp um að skoðanir þeirra stjórnist af
samfélagsnormum sem hægt væri að segja að ali á ójöfnuði eins og þegar
kanadískur lögreglustjóri færði gerandahæfni yfir á fórnarlömb nauðgana
með því að telja „druslulegar konur“ bjóða upp á nauðgun árið 2011.62
Þessi ummæli hans urðu kveikjan að öflugum andófsgöngum víðs vegar
um heim undir nafninu Drusluganga (e. slutwalk) þar sem þátttakendur
klæddu sig (eða ekki) sérstaklega í „drusluleg“ föt til þess að undirstrika
að enginn klæðaburður bjóði upp á nauðgun heldur ýti slík viðhorf undir
kynjamismunun.
Foucault fjallaði lítið um jafnrétti í höfundarverki sínu og notar ekki það
orð til að lýsa ólíkum gerðum valdatengsla nema þegar hann lýsir því
hvernig einstaka valdatengsl bjóða ekki upp á „jafna“ niðurstöðu þar sem
annar aðilinn hefur ávallt vinninginn. Hann gengur þannig út frá ákveðnu
misrétti eða mismun vegna þess að það er „eðli“ valdatengsla, og þess
vegna er hægt að segja að hann fjalli einungis um jafnrétti neikvætt, þ.e.
út frá því sem það er ekki.63 Engu að síður eru ákveðnir þættir í heimspeki
hans sem vísa til annars konar hugmyndar um jafnrétti en í frjálslynd-
isstefnunni. Til dæmis telur hann valdatengsl ávallt ákjósanlegri þegar eins
lítil yfirráð eru í þeim og mögulegt er, hann talar um alls kyns réttindabar-
áttu sem hafi frelsun að markmiði, eins og réttindabaráttu kvenna, og
síðast en ekki síst talar hann um ástundun frelsis sem virðist gera ráð fyrir
einhverju frelsi undan yfirráðum.64
61 Í umræðu um dominique Strauss-Kahn málið árið 2011, þar sem hann var sakaður
um kynferðislegt ofbeldi gagnvart hótelþernu á hóteli í New york, voru margir
á því máli að ekki ætti að fara með hann sem almennan borgara í réttarferlinu.
Lizzie davis, „How dominique Strauss-Kahn’s arrest awoke a dormant anger in
the heart of France’s women“, The Guardian 22. maí 2011, http://www.guardian.
co.uk/world/2011/may/22/dominique-strauss-kahn-arrest-dormant-anger-france-
women?iNTCMP=SRCH, sótt 7/4/2013.
62 SlutWalk Toronto, Why, http://www.slutwalktoronto.com/about/why, sótt 7/4/
2013.
63 Michel Foucault, The Will to Knowledge, bls. 93–94.
64 Hér gefst ekki rými til þess að fjalla um frelsishugtakið nánar eða hvernig það nýtist
bæði sem valdatæki og andófstæki en kannski má segja að Foucault hafi í áherslu
sinni á andóf verið hlynntur mótun frelsisþrár en þó í gjörólíkri mynd en í sjálfs-
verumótun frjálslyndrar hugmyndafræði.
GETUR LEiKURiNN VERið JAFN?