Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 158
157
ið hans lágar einkunnir, óháð því hvernig þær standa sig. Í slíku tilfelli
kemur ranglætið fram sem misbeiting tiltekins einstaklings á því sem ann-
ars myndi teljast lögmætt samband byggt á valdamisræmi. Í tilfellum þar
sem hefðirnar að baki félagslegu sambandi eru réttlátar en einhver verður
fyrir rangmætum skaða má leiða líkur að því að annar hvor aðilinn hafi
brotið af sér siðferðilega.
Í öðrum tilfellum felst vandinn hins vegar í byggingu sambandsins og
í valddreifingunni. Andspænis dæminu um óupplýsta kennarann Stanley,
sem misbeitir því valdi sem honum er veitt innan sanngjarns félagslegs
kerfis, skulum við stilla upp dæmi um kerfislægt ranglæti þar sem til dæmis
aðeins karlar og Hvítar konur mega starfa sem háskólakennarar og vera
skráðir nemendur. Hörundsdökku konurnar sem verða fyrir ranglátri
meðferð í fyrra dæminu verða ekki fyrir kerfislægri kúgun þó að þær verði
fyrir siðferðilegum misgjörðum Stanleys. Í seinna dæminu verða þær fyrir
kerfislægri kúgun og svo væri jafnvel þótt kennarar sem vildu grafa undan
hinu rangláta kerfi létu þeim í té öll nauðsynleg námsgögn: ef til vill myndi
annar kennari, Larry, veita óskráðum hörundsdökkum konum aðgang að
kennslustundum hjá sér.
Ef við lítum sérstaklega á gerandakúgun þá hljótum við alltaf að leita
að kúgara þegar einhver er kúgaður. En þegar um kerfislæga kúgun er að
ræða þarf ekki að vera að neinn kúgari sé til staðar í þeim skilningi að ger-
andi beri ábyrgð á kúguninni. Hefðir og stofnanir eru kúgandi og sumir
einstaklingar eða hópar njóta forréttinda innan þessara hefða og stofn-
ana. En það væri rangt að telja alla þá sem njóta forréttinda til kúgara.12
Samt sem áður má vera, þegar um kerfislæga kúgun er að ræða, að sumir
beri meiri ábyrgð en aðrir á því að viðhalda ranglætinu; þeir kunna að
vera sekari um að skapa, viðhalda, framlengja og hagnýta sér hin ranglátu
félagslegu sambönd. Í slíkum tilfellum telst einstaklingur vera kúgari ef
misgjörðir hans auka á hið kerfislæga ranglæti, það er ef hann er virkur í
að beita kúgun innan kúgandi kerfis.13 En ekki allir sem njóta forréttinda
innan kúgandi kerfis eru gerendur í þeim skilningi.
12 Sjá gagnlega umræðu um ásökun í samhengi við kúgun hjá Cheshire Calhoun,
„Responsibility And Reproach“, Ethics 2/1989, bls. 389–406.
13 Nákvæm skilyrði þess að vera kúgari velta á því hvaða siðferðiskenningu við
aðhyllumst. Spurningin er: Hvenær gera athafnir manns hann samsekan kerfislægu
ranglæti? Samkvæmt sumum kenningum geta athafnir manns verið siðferðilega
rangar fyrir það eitt að hann sé óvirkur þátttakandi í ranglátu kerfi; samkvæmt
öðrum kenningum eru þær það ekki.
KÚGUN: RASÍSK oG öNNUR