Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 77
76
Það er alveg ljóst að skilgreining á því hvað er nægjanleg færni í
ensku er mjög á reiki og hvað það þýðir að „kunna“ ensku er óskilgreint.
Rannsóknir okkar benda til að langflestir þeirra þúsunda Íslendinga sem
spurðir hafa verið telja sig vera góða eða ágæta í ensku. Við nánari skoð-
un kemur þó í ljós að matið á enskukunnáttunni er oft byggt á því hvað
svarendur telja sig kunna án þess að það hafi nokkurn tímann verið sann-
reynt.29 Enskt daglegt mál nægir ekki (hvorki Íslendingum né öðrum) til
að semja flókna akademíska texta því enskt fræðilegt mál er ekki eingöngu
mál- og menningarbundið heldur einnig bundið ákveðnu fræðasviði og
sú orðræða er breytileg og kvik. Fræðimenn sem eru ekki þátttakendur í
fræðilegum samræðum á ensku, t.d. gegnum rannsóknarnet, eru ólíklegir
til að hafa á valdi sínu það málsnið og þá orðræðuhefð sem dugar til að
skrifa samkeppnishæfa grein í virt tímarit.30
Í rannsóknum Flowerdews kemur fram að fræðimenn í Hong Kong
(þar sem enska er ein þjóðtungna) glíma bæði við mál- og menningarleg
vandamál við ritun á ensku.31 Flowerdew bendir á að ritun á ensku sem
samskiptamáli taki lengri tíma en þegar menn skrifa á móðurmáli sínu.
Fræðimenn með asískan menningarbakgrunn eiga erfitt með að standa
með rannsóknum sínum (e. make claim for their research) í samræmi við
enskar (eða amerískar) ritunarhefðir.32 Flowerdew kannaði einnig við-
horf ritstjóra fræðirita sem bentu á að auk þess að gera almennar mál- og
framsetningarvillur ættu höfundar sem skrifuðu á ensku sem samskipta-
máli oft erfitt með að finna réttan „myndugleikatón“ (e. authorial voice).33
29 Hulda Kristín Jónsdóttir, „To what extent do native and non-native speakers believe
that their English proficiency meets their daily communication needs within the
business environment?“, Málfríður 2/2011, bls. 20–23.
30 Sjá Kersti Fløttum, Trine dahl og Torodd Kinn, Academic voices, Philadelphia: John
Benjamins, 2006. Theresa Lillis og Mary Jane Curry, „Professional Academic Writ-
ing by multilingual scholars: interactions with literacy brokers in the production of
English-medium texts?“, Written Communication 1/2006, bls. 3–35; Theresa Lillis,
Ann Hewings, dimitra Vladimiroua og Mary Jane Curry, „The geolinguistics of
English as an academic lingua franca: citation practices across English-medium
national and English-medium international journals“, International Journal of
Applied Linguistics 1/2010, bls. 111–135; Theresa Lillis, Anna Magyar og Anna
Robinson-Pant, „An international journal’s attempts to address inequalities in
academic publishing“.
31 John Flowerdew, „Problems in Writing for Scholarly Publication in English: The
Case of Hong Kong“, Journal of Second Language Writing 3/1999, bls. 243–264.
32 Sama rit, bls. 243.
33 John Flowerdew, „Attitudes of journal editors to non-native speaker contributions“,
TESOL Quarterly 1/2001, bls. 121–150, hér bls. 121.
BiRna aRnBjöRnsDóttiR og hafDís ingVaRsDóttiR