Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 36
35
eins og hestur og er með forljótan haus sem þó minnir á naut. Erfitt er
fyrir nútímamann að gera sér í hugarlund hvers konar dýr íslenskur lesandi
í upphafi sautjándu aldar hefur séð fyrir sér eftir þessa lýsingu.
Ólafur Egilsson lýsir nákvæmlega klæðaburði, húsbúnaði, mat og
drykk, verkfærum og húsdýrum Alsírbúa. Í lýsingum hans ber mikið á
því sem Homi Bhabha kallar „tvíræðni“ (e. ambivalence). Tvíræðni kemur
meðal annars fram þegar séra Ólafur lýsir fegurð blómanna, sætleika ávaxt-
anna og ótrúlega fínlegum og fögrum klæðaburði höfðingjanna og kvenna
þeirra. Hann hefur næmt auga fyrir fegurð og dáist að því sem hann sér
álengdar af íslamskri menningu en um leið er þessu lýst eins og forboðnum
ávöxtum, ekki lausum við hnignun og sjúkleika. Hann lýsir austurlenskum
húsakynnunum og notar þá neitun sem yfirskipað stílbragð. Sannlega er
húsakostur fagur í Alsír en þar skortir og vantar ýmislegt sem Íslendingum
finnst heyra til á siðmenntuðu heimili; það eru ekki borð eða rúm eða
kistur í Alsír og ekki hnífar og áhöld og ekki stólar o.s.frv.21 Ólafur virðist
leggja sig í líma við að vera hlutlægur og horfir sérstaklega á það sem er líkt
með Alsírbúum og Íslendingum en um leið og þeir virðast eiga of margt
sameiginlegt og andstæðurnar virðast ætla að falla saman og hið ólíka
verða of líkt eða of heillandi, hrekkur hann frá samanburðinum í textanum
og minnir á grimmd og mannúðarleysi hinna heiðnu andstæðinga.
Hér er vert að minna á að mannrán eða gíslataka sjóræningjanna og
krafan um lausnargjald var hluti af umfangsmikilli verslun þeirra og við-
skiptum við Evrópu. Sú heildarmynd hefur ekki verið lýðum ljós hér
nyrðra, árás Tyrkjanna var trámatísk og óskiljanleg og þannig er hún líka
í vitund Ólafs og því leitast hann við að gera reynslu sína almenna fyrir
sér og lesendum með því að fella hana í þekkt frásagnarform. Jobsbók er
eins og innri texti í sögu hans og hverjum kafla um raunir hans í Alsírborg
lýkur á vísun til Biblíunnar og útleggingu eins og í predikun.
Ólafur Egilsson var ekki nema þrjá mánuði í Alsír, þá var hann sendur
af stað peningalaus norður eftir Evrópu og sagan af ferðalagi hans verður
21 „... colonial mimicry is the desire for a reformed, recognizable other, as a sub-
ject of a difference that is almost the same, but not quite. Which is to say, that
the discourse of mimicry is constructed around an ambivalence; in order to be
effective, mimicry must continually produce its slippage, its excess, its difference.
The authority of that mode of colonial discourse that i have called mimicry is
therefore stricken by an indeterminacy: mimicry emerges as the representation of
a difference that is itself a process of disavowal.“ Homi Bhabha, „of mimicry and
man“, bls. 126.
TyRKJARÁNið oG GUðRÍðUR SÍMoNARdÓTTiR SEM BLæTi