Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 191
190
upp í kaflann um hórdóm í yngri Vestgotalögum snemma á fjórtándu öld, og
refsingin var pílagrímsför til Rómar í samræmi við bréf páfa.20 Sænsk hér-
aðslög frá síðasta hluta þrettándu aldar og fjórtándu öld innihalda reglu-
gerðir gegn dýraspelli sem samsvara evrópskum ákvæðum gegn endaþarms-
mökum, þar sem þau eru lögð að jöfnu við „glæpi gegn náttúrunni“, og
taka þar með allt í senn til samkynhneigðar, dýraspells og „ónáttúrulegra“
athafna gagnkynhneigðra. Fyrir þær syndir voru brotamenn ýmist grafnir
lifandi eða brenndir, en í flestum tilvikum nægði mönnum að greiða sekt
og losa sig þannig undan syndinni.21 Landslög Magnúsar Eiríkssonar frá
um 1350 vísa hvergi til dýraspells, en ákvæðið birtist þó aftur í Landslögum
Kristófers af Bæjaralandi árið 1442, og fyrir slíkan djöfulskap var brota-
mönnum refsað með brennu eða þeir grafnir lifandi, ellegar voru þeir
hlekkjaðir uns þeir hlutu náð og syndaaflausn biskups.22
Í Noregi má bæði finna ákvæði gegn samkynhneigð og dýraspelli í
GulL. Í FrL eru ákvæði um dýraspell, en þótt lögin vitni beint í ný ákvæði
Magnúsar Erlingssonar og Eysteins í 32. kapítula GulL þá er því sleppt í
textanum að endurtaka kaflann um samkynhneigð og þess í stað eru ný
ákvæði er varða þinghald í Frostaþingi kynnt til sögunnar.23 Kirkjulög
Sverris (§ 75 og § 80) halda orðalagi 30. og 32. kapítula GulL, en bæta
við eignaupptöku sem refsingu við dýraspelli. Í kirkjulögum Gulaþings
20 den yngre codex af Westgöta-lagen, Sweriges gamla lagar 1. bindi, (hér eftir SGL)
í 13 bindum, ritstj. d.C.J. Schlyter, Stokkhólmi og Lundi, 1827–1877, orbotæ
mal, 3. kap., bls. 120: „æller spiller maþer sær viþ hors æller nöt … þem skal allum
af lanðum skriptæ ok til room. ok skal bötæ þrenni .ix. marker af allum fyrnæ-
uærkum“.
21 Uplands-lagen, SGL, 3. bindi, „Kirkiu balker“, 15. kap., § 8 (refsingin er að vera
grafinn lifandi eða þurfa að greiða sex marka sekt kjósi eigandi dýrsins að þyrma
lífi brotamannsins); Södermanna-lagen, SGL, 4. bindi, „Kirkiu balker“, 15. kap.,
§ 1 (brotamaður og dýr skulu grafin lifandi eða brennd); Westmanna-lagen, SGL,
5. bindi, „Kirkiu balker“, 10. kap. (brotamaður skal grafinn lifandi eða greiða níu
marka sekt). Gerhard Hafström, De svenska rättskällornas historia, 7. útg., Lundi:
Studentlitteratur, 1973, ræðir sambandið á milli sænskra héraðslaga á miðöldum.
yfirlit um þróun hugtakanna „sódómía“, „glæpir gegn náttúrunni“ og löggjafar á
meginlandi Evrópu eftir miðja þrettándu öld má finna hjá Bleibtreu-Ehrenberg,
Tabu, bls. 205 og 244, nmgr. 63; Boswell, Christianity, bls. 288–294 og 303–332;
Rudolf His, Die einzelnen Verbrechen, 2. bindi af Das Strafrecht des deutschen Mitte-
lalters, 1935, endurpr. Aalen: Scientia, 1964, § 9, bls. 166–168.
22 Konung Magnus Erikssons landslag, SGL, 10. bindi; Konung Christoffers landslag,
SGL, 12. bindi, högmælis balker, kap. 14.
23 FrL, 5. bindi, § 44–46: „Þesse æinka mál váro tekin með umráðe Magnús konungs
oc Eysteins erkibyscops oc annarra byscopa oc allra hinna vitrastu manna or lögum
öllum …“
KARi ELLEN GAdE