Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 40
39
hrylling og samúð hjá kristnum viðtakendum bréfanna en karlarnir gátu
vænst en fleiri ástæður má hugsa sér.
Séra Ólafur Egilsson segir: „... kristnir menn hafa ekki samlag með
tyrkneskum og tyrkneskir ekki með kristnum konum. Annars kostar það
þeirra líf“ (77). Allir vita, þótt þeir séu ekki að tala hátt um það, að eig-
endur kvenþræla höfðu kynferðislegan aðgang að þeim hvenær sem var og
hvar sem var. Þó að lög væru sett gegn kynlífi þvert á kynþætti voru þau
brotin og um það eru nógar heimildir.27 yngri konurnar urðu oftast frillur
húsbænda sinna en ekki hæfar til að verða eiginkonur og taka sér stöðu í
kvennabúrinu fyrr en þær höfðu kastað trúnni. Þetta hvorki gat né vildi
herleidda fólkið tala um af tillitssemi við þá sem höfðu misst ástvini sína í
Barbaríinu eða þær konur sem sneru aftur til Íslands og gátu verið orðnar
hórsekar og jafnvel réttdræpar samkvæmt stóradómi af því að þeim hafði
verið nauðgað eða þær teknar sem frillur í útlegð sinni.28
Í Reisubók séra Ólafs Egilssonar birtist víða undrun og hrifning yfir fram-
andlegu lífi Tyrkjanna. Sögumanni verður starsýnt á yfirborð hlutanna og
íburðarmikinn fatnað höfðingjanna. Hann laðast að og hryllir við því sam-
blandi af hóglífi og harðræði sem hann skilur ekki og virðist framandi en á
oft erfitt með að halda aðskildum andstæðunum „við“ og „hinir“. Einbeittari
óríentalisma hittum við fyrir í fyrstu „sagnfræðilegu“ yfirlitsúttektinni á
Tyrkjaráninu eftir Björn Jónsson lögréttumann árið 1643. Í þessum texta
er ekkert gefið eftir og Tyrkjum er þar lýst sem þversagnakenndu fólki,
grimmu, hræðilegu og óskiljanlegu. Þar eru valdar hryllingssögur úr bréfum
hinna herleiddu Íslendinga og hiklaust sagt frá íslenskum konum sem teknar
hafi verið sem frillur og tíundað hvernig Tyrkirnir hafi nauðgað drengjum
sem sé alvanalegt í því landi þó það sé líflátssök. „Það skeði, að skólameistari
nokkur, er piltum kendi, þrúgaði einum þeirra og skammaði hann sem einn
27 Paul Michel Baepler (ritstj.), White slaves, African masters. An anthology of American
barbary captivity narratives, Chicago: The University of Chicago Press, 1999, bls.
11. Sjá einnig Barbara omolade, „Hearts of darkness“, Words of fire. An anthology
of African-American feminist thought, ritstj. Beverly Guy-Sheftall, New york: The
New Press, 1995, bls. 362–379.
28 Már Jónsson fjallar um þá félagslegu óreiðu sem skapaðist mjög fljótt eftir brott-
nám eiginmanna og eiginkvenna úr hinu litla samfélagi Vestmannaeyja. Fljótt
vildu makarnir gifta sig aftur, börn fæddust, en hjúskaparlögin bönnuðu fólki að
giftast aftur ef makinn væri mögulega á lífi og gæti snúið heim. Börn fæddust og
skv. stóradómi var fólk réttdræpt við þriðja hórdómsbrot þó að yfirvöld legðu sig
engan veginn í framkróka við að fylgja því eftir. Már Jónsson, „Hórdómur í Eyjum
1627–36“, Þjóðviljinn, 10. mars 1989.
TyRKJARÁNið oG GUðRÍðUR SÍMoNARdÓTTiR SEM BLæTi