Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 95
94
urinn sé deildaskiptur og reyndar hefur líka verið fundið að því hvernig
deild (e. module) er skilgreind í þróunarsálfræði.28 Talsmenn hugarkenn-
ingarinnar hafa líka verið gagnrýndir fyrir að skoða manneskjuna ekki
sem lífheild í víxlverkun við aðra en gera hugann að lykilatriði,29 svo ekki
sé talað um að sálfræðiprófin sem eiga að styðja kenninguna hafa verið
talin of einföld.30 Einnig má nefna að hugmyndir síðustu áratuga um að
spegilfrumur (e. mirror neurons) marki viðbrögð mannskepnunnar hafa
verið nýttar í gagnrýni á hugarkenninguna. Spegilfrumurnar eru tengdar
hreyfisvæði heilans (e. premotor cortex) og verða virkar þegar menn hreyfa
hendur eða munn. Þegar einn maður sér annan borða eða grípa um hlut
setja þær sig hins vegar í stellingar eins og áhorfandinn væri að framkvæma
athöfn þess sem hann horfir á, án þess þó að hann taki endilega til við
hana.31 Þeir sem matað hafa lítil börn kannast þó eflaust margir við að hafa
beinlínis opnað munninn með barninu og jafnvel tuggið með því. Slíkur
samhljómur í skiptum manna dregur úr trú ýmissa á að meðvituð hugsun
skipti jafn miklu máli í mannlegum samskiptum og ýmsir stuðningsmenn
kenningar-kenningarinnar vilja vera láta. Hugmyndin um spegilfrumurnar
hefur þó líka verið samþætt hugarkenningunni.32
ég get tekið undir margvíslega gagnrýni á hugarkenninguna sem
kenningu um almenn félagsleg samskipti en kýs hér að nefna öðru frem-
28 Sjá t.d. Valerie E. Stone og Philip Gerrans, „What’s domain-specific about theory
of mind?“, Social Neuroscience 3−4/2006, bls. 309–319 og „does the normal brain
have a theory of mind?“, Trends in Cognitive Sciences 1/2006, bls. 3−4; Leigh Harr-
ington, Richard J. Siegert og John McClure, „Theory of mind in schizophrenia: a
critical review“, Cognitive Neuropsychiatry 4/2005, bls. 249–286 og Martin Brüne,
„Theory of Mind in Schizophrenia: A Review of the Literature“, Schizophrenia
Bulletin 1/2005, bls. 21–42.
29 Sjá t.d. Shaun Gallagher, „The Practice of Mind, Theory, Simulation or Primary
interaction?“, Journal of Consciousness Studies 5–7/ 2001, bls. 83–108 (einkum bls.
93).
30 Sjá t.d. Tom Bloom og Tim P. German, „Two reasons to abandon the false belief
task as a test of theory of mind“, Cognition 1/2000, bls. B25−B31 og Stephen Stich
og Shaun Nichols, „Folk Psychology: Simulation or Tacif Theory?“, Mind and
Language 1−2/1992, bls. 35−71.
31 Sjá t.d. Giacomo Rizzolatti og Vittorio Gallese, „Mirror neurons“, Encyclopedia of
Cognitive Science, 2006.
32 Sjá t.d. Vittorio Gallese og Alwin Goldman, „Mirror neurons and the simulation
theory of mind-reading“, Trends in Cognitive Sciences 12/1998, bls. 493−501 og
Lindsay M. oberman og Vilayanur S. Ramachandran, „The Simulating Social
Mind: The Role of the Mirror Neuron System and Simulation in the Social and
Communicative deficits of Autism Spectrum disorders“, Psychological Bulletin
2/2007, bls. 310–327.
BeRgljót soffía KRistjánsDóttiR